Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Einkennileg spurning. Hefði hann hímt við kraftaverkalaugina ef hann væri heilbrigður? Enginn hafði rétt honum hjálparhönd allan tímann sem hann sat þarna máttvana. Allir aðrir fóru á undan honum. Alltaf. Hann horfði gramur á allt fólkið flýta sér ofan í laugina til að ná heilsu. Nú spyr hann: „Viltu verða heill?“ Auðvitað. Ætlaði þessi ókunnugi maður að bera hann ofan í laugina? Það fór sælutilfinning um hann. Loksins! En hvað? Maðurinn segir honum að standa upp. Einmitt! Launhæðni! En skyndilega fór um fætur hans mjúkur græðandi straumur. Himinninn umvafði hann blíðlega. Og velgjörðarmaður hans hvarf á braut. Þó ekki sporlaust.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Einkennileg spurning. Hefði hann hímt við kraftaverkalaugina ef hann væri heilbrigður? Enginn hafði rétt honum hjálparhönd allan tímann sem hann sat þarna máttvana. Allir aðrir fóru á undan honum. Alltaf. Hann horfði gramur á allt fólkið flýta sér ofan í laugina til að ná heilsu. Nú spyr hann: „Viltu verða heill?“ Auðvitað. Ætlaði þessi ókunnugi maður að bera hann ofan í laugina? Það fór sælutilfinning um hann. Loksins! En hvað? Maðurinn segir honum að standa upp. Einmitt! Launhæðni! En skyndilega fór um fætur hans mjúkur græðandi straumur. Himinninn umvafði hann blíðlega. Og velgjörðarmaður hans hvarf á braut. Þó ekki sporlaust.