Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Listmálarinn Piero della Francesca var í stökustu vandræðum. Hvernig átti hann að koma skírn meistarans frá Nasaret á auðan myndflötinn sem hrópaði til hans? Hann reyndi að sjá þetta fyrir sér í huganum þegar meistarinn rann saman við mannfjöldann sem bylgjaðist áfram í áttina til vatnsins. Svo opnast himinninn. Heilagur andi stígur á svið í dúfulíki og rödd heyrist. Piero della Francesca gekk fram og aftur um gólfið. Hugur hans var harðlæstur andspænis andartaki eilífðarinnar þegar himinninn opnaðist. Hann lyfti penslinum í dularfullu algleymi og myndin dróst upp. En rödd himinsins? Þú heyrir hana innra með þér þegar þú trúir.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Listmálarinn Piero della Francesca var í stökustu vandræðum. Hvernig átti hann að koma skírn meistarans frá Nasaret á auðan myndflötinn sem hrópaði til hans? Hann reyndi að sjá þetta fyrir sér í huganum þegar meistarinn rann saman við mannfjöldann sem bylgjaðist áfram í áttina til vatnsins. Svo opnast himinninn. Heilagur andi stígur á svið í dúfulíki og rödd heyrist. Piero della Francesca gekk fram og aftur um gólfið. Hugur hans var harðlæstur andspænis andartaki eilífðarinnar þegar himinninn opnaðist. Hann lyfti penslinum í dularfullu algleymi og myndin dróst upp. En rödd himinsins? Þú heyrir hana innra með þér þegar þú trúir.