Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ég hitti hann í Kringlunni. Andlitið dálítið kunnuglegt en kom honum þó ekki fyrir mig. Við tókum tal saman um andleg málefni – mér fannst hann vera sú týpan. Taldi mig alltaf drjúgan í spekispjalli en skildi fljótlega að það hrökk skammt. Honum fannst skilningur minn eitthvað takmarkaður svo ég vildi fara nánar í það. Bauð honum heim í mat enda var tekið að kvölda. Ekki vissi ég hvert hann væri að fara. Þegar hann tók brauðið og blessaði það í ljósaskiptunum laukst upp fyrir mér hver hann væri. Meistarinn hvarf skyndilega en skildi eftir hjá mér sjálft lífið. Upprisu mína.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ég hitti hann í Kringlunni. Andlitið dálítið kunnuglegt en kom honum þó ekki fyrir mig. Við tókum tal saman um andleg málefni – mér fannst hann vera sú týpan. Taldi mig alltaf drjúgan í spekispjalli en skildi fljótlega að það hrökk skammt. Honum fannst skilningur minn eitthvað takmarkaður svo ég vildi fara nánar í það. Bauð honum heim í mat enda var tekið að kvölda. Ekki vissi ég hvert hann væri að fara. Þegar hann tók brauðið og blessaði það í ljósaskiptunum laukst upp fyrir mér hver hann væri. Meistarinn hvarf skyndilega en skildi eftir hjá mér sjálft lífið. Upprisu mína.