Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Þá varð landskjálfti mikill því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.
En engillinn mælti við konurnar: „Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: Hann er upp risinn frá dauðum, hann fer á undan ykkur til Galíleu. Þar munuð þið sjá hann. Þetta hef ég sagt ykkur.“
Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin.
Allt í einu kemur Jesús á móti þeim og segir: „Heilar þið!“ En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær: „Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum og systrum[ að halda til Galíleu. Þar munu þau sjá mig.“

Matteusarguðspjall 28.1-10

Hundrað orða hugleiðing

Á köldum vormorgni kom bjartur engillinn til mín. Hann velti þungum steininum frá daufri trúarhugsun minni; hristi upp í mér. Mér var létt og heitur straumur fór um líkama minn. Svo komu konurnar glaðar á svip og fluttu mér fagnaðarerindið. Hann væri upp risinn frá dauðum. Meistarinn færi á undan. Sögðu að ég myndi sjá hann. Ég kom til hans eins og lítill feiminn drengur í tíu ára bekk. Hann horfði á mig og augu hans föðmuðu mig. Gáfu mér líf og tilgang. Síðan hef ég reynt að missa ekki sjónar af honum á ýmsum gelgjuskeiðum lífsins. Það gengur oftast.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Þá varð landskjálfti mikill því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.
En engillinn mælti við konurnar: „Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: Hann er upp risinn frá dauðum, hann fer á undan ykkur til Galíleu. Þar munuð þið sjá hann. Þetta hef ég sagt ykkur.“
Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin.
Allt í einu kemur Jesús á móti þeim og segir: „Heilar þið!“ En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær: „Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum og systrum[ að halda til Galíleu. Þar munu þau sjá mig.“

Matteusarguðspjall 28.1-10

Hundrað orða hugleiðing

Á köldum vormorgni kom bjartur engillinn til mín. Hann velti þungum steininum frá daufri trúarhugsun minni; hristi upp í mér. Mér var létt og heitur straumur fór um líkama minn. Svo komu konurnar glaðar á svip og fluttu mér fagnaðarerindið. Hann væri upp risinn frá dauðum. Meistarinn færi á undan. Sögðu að ég myndi sjá hann. Ég kom til hans eins og lítill feiminn drengur í tíu ára bekk. Hann horfði á mig og augu hans föðmuðu mig. Gáfu mér líf og tilgang. Síðan hef ég reynt að missa ekki sjónar af honum á ýmsum gelgjuskeiðum lífsins. Það gengur oftast.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir