Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Á köldum vormorgni kom bjartur engillinn til mín. Hann velti þungum steininum frá daufri trúarhugsun minni; hristi upp í mér. Mér var létt og heitur straumur fór um líkama minn. Svo komu konurnar glaðar á svip og fluttu mér fagnaðarerindið. Hann væri upp risinn frá dauðum. Meistarinn færi á undan. Sögðu að ég myndi sjá hann. Ég kom til hans eins og lítill feiminn drengur í tíu ára bekk. Hann horfði á mig og augu hans föðmuðu mig. Gáfu mér líf og tilgang. Síðan hef ég reynt að missa ekki sjónar af honum á ýmsum gelgjuskeiðum lífsins. Það gengur oftast.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Á köldum vormorgni kom bjartur engillinn til mín. Hann velti þungum steininum frá daufri trúarhugsun minni; hristi upp í mér. Mér var létt og heitur straumur fór um líkama minn. Svo komu konurnar glaðar á svip og fluttu mér fagnaðarerindið. Hann væri upp risinn frá dauðum. Meistarinn færi á undan. Sögðu að ég myndi sjá hann. Ég kom til hans eins og lítill feiminn drengur í tíu ára bekk. Hann horfði á mig og augu hans föðmuðu mig. Gáfu mér líf og tilgang. Síðan hef ég reynt að missa ekki sjónar af honum á ýmsum gelgjuskeiðum lífsins. Það gengur oftast.