Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ég vildi að við værum miskunnsöm. Vildi að við værum ekki að fella dóma út og suður um annað fólk og líf þess – um allt. Gætum fyrirgefið öðrum og værum ekki langrækin. Gefið öðru fólki sem á lítið eða ekkert. Svo er það flísin fræga sem við sjáum alls staðar og hefjum flísatöngina á loft full af siðferðilegum yfirburðum að eigin mati. En við eigum erfitt með að sjá hana því að skuggi bjálkans er þungur á hvarminum. Blinda hefur slegið mig. Ég býðst til að leiða aðra blinda en fell í gryfju. Þar er ég og bið: Miskunna mér!
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ég vildi að við værum miskunnsöm. Vildi að við værum ekki að fella dóma út og suður um annað fólk og líf þess – um allt. Gætum fyrirgefið öðrum og værum ekki langrækin. Gefið öðru fólki sem á lítið eða ekkert. Svo er það flísin fræga sem við sjáum alls staðar og hefjum flísatöngina á loft full af siðferðilegum yfirburðum að eigin mati. En við eigum erfitt með að sjá hana því að skuggi bjálkans er þungur á hvarminum. Blinda hefur slegið mig. Ég býðst til að leiða aðra blinda en fell í gryfju. Þar er ég og bið: Miskunna mér!