Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það fauk fyrst aðeins í hann þegar meistarinn spurði hvort það væri einhver þarna sem myndi gefa barni sínu höggorm eða sporðdreka ef það bæði um fisk eða egg. Svo áttaði hann sig. Svipur meistarans og rödd sögðu að svarið væri vitaskuld nei. Slíkir durtar væru auðvitað ekki í hópnum. En þegar hann sagði að þeir væru vondir en hefðu þó vit á því að sinna börnunum vel þá seig ískyggilega í hann. Við vondir? Svo áttaði hann sig. Aldrei áður hafði hann verið borinn saman við sjálfan skaparann. Auðvitað hlaut kærleikur skaparans að vega meira en duttlungafull sjálfselska hans.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það fauk fyrst aðeins í hann þegar meistarinn spurði hvort það væri einhver þarna sem myndi gefa barni sínu höggorm eða sporðdreka ef það bæði um fisk eða egg. Svo áttaði hann sig. Svipur meistarans og rödd sögðu að svarið væri vitaskuld nei. Slíkir durtar væru auðvitað ekki í hópnum. En þegar hann sagði að þeir væru vondir en hefðu þó vit á því að sinna börnunum vel þá seig ískyggilega í hann. Við vondir? Svo áttaði hann sig. Aldrei áður hafði hann verið borinn saman við sjálfan skaparann. Auðvitað hlaut kærleikur skaparans að vega meira en duttlungafull sjálfselska hans.