Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki vegna þess að þér eruð ekki af Guði.“
Þeir svöruðu honum: „Er það ekki rétt sem við segjum að þú sért Samverji og hafir illan anda?“
Jesús ansaði: „Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn en þér smánið mig. Ég leita ekki míns heiðurs. Sá er til sem leitar hans og dæmir. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“
Þá sögðu þeir við hann: „Nú vitum við að þú hefur illan anda. Abraham dó og spámennirnir og þú segir að sá sem varðveitir orð þitt skuli aldrei að eilífu deyja. Ert þú meiri en faðir okkar, Abraham? Hann dó og spámennirnir dóu. Hver þykist þú vera?“
Jesús svaraði: „Ef ég vegsama sjálfan mig er vegsemd mín engin. Faðir minn er sá sem vegsamar mig, hann sem þér segið vera Guð yðar. Og þér þekkið hann ekki en ég þekki hann. Ef ég segðist ekki þekkja hann væri ég lygari eins og þér. En ég þekki hann og varðveiti orð hans. Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn og hann sá hann og gladdist.“
Þá sögðu þeir við hann: „Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur og hefur séð Abraham!“
Jesús svaraði: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist er ég.“
Þá tóku menn upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og hvarf úr helgidóminum.

Jóhannesguðarspjall 8.46-59

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði orð meistarans frá Nasaret koma eins og hressandi gust inn í litlu blokkaríbúðina hennar sem feykti út þungu lofti hversdagsins og rykugu. Sérstaklega fundust henni orðin um eilífa lífið vera eins og óvænt veisluboð af himnum ofan sem tæki í einni svipan lýjandi ótta hennar við dauðann sem henni hafði alltaf fundist skelfilega óréttlátur og andstyggilegur. Hún segði það bara hreint út. Þess vegna reyndi hún að varðveita orð meistarans og aðallega þau sem hún þóttist skilja. Stundum var reyndar sagt við hana að hún myndi bara það sem kæmi henni best – varla yrði hún grýtt fyrir það?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki vegna þess að þér eruð ekki af Guði.“
Þeir svöruðu honum: „Er það ekki rétt sem við segjum að þú sért Samverji og hafir illan anda?“
Jesús ansaði: „Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn en þér smánið mig. Ég leita ekki míns heiðurs. Sá er til sem leitar hans og dæmir. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“
Þá sögðu þeir við hann: „Nú vitum við að þú hefur illan anda. Abraham dó og spámennirnir og þú segir að sá sem varðveitir orð þitt skuli aldrei að eilífu deyja. Ert þú meiri en faðir okkar, Abraham? Hann dó og spámennirnir dóu. Hver þykist þú vera?“
Jesús svaraði: „Ef ég vegsama sjálfan mig er vegsemd mín engin. Faðir minn er sá sem vegsamar mig, hann sem þér segið vera Guð yðar. Og þér þekkið hann ekki en ég þekki hann. Ef ég segðist ekki þekkja hann væri ég lygari eins og þér. En ég þekki hann og varðveiti orð hans. Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn og hann sá hann og gladdist.“
Þá sögðu þeir við hann: „Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur og hefur séð Abraham!“
Jesús svaraði: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist er ég.“
Þá tóku menn upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og hvarf úr helgidóminum.

Jóhannesguðarspjall 8.46-59

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði orð meistarans frá Nasaret koma eins og hressandi gust inn í litlu blokkaríbúðina hennar sem feykti út þungu lofti hversdagsins og rykugu. Sérstaklega fundust henni orðin um eilífa lífið vera eins og óvænt veisluboð af himnum ofan sem tæki í einni svipan lýjandi ótta hennar við dauðann sem henni hafði alltaf fundist skelfilega óréttlátur og andstyggilegur. Hún segði það bara hreint út. Þess vegna reyndi hún að varðveita orð meistarans og aðallega þau sem hún þóttist skilja. Stundum var reyndar sagt við hana að hún myndi bara það sem kæmi henni best – varla yrði hún grýtt fyrir það?

Viltu deila þessari grein með fleirum?