Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagði orð meistarans frá Nasaret koma eins og hressandi gust inn í litlu blokkaríbúðina hennar sem feykti út þungu lofti hversdagsins og rykugu. Sérstaklega fundust henni orðin um eilífa lífið vera eins og óvænt veisluboð af himnum ofan sem tæki í einni svipan lýjandi ótta hennar við dauðann sem henni hafði alltaf fundist skelfilega óréttlátur og andstyggilegur. Hún segði það bara hreint út. Þess vegna reyndi hún að varðveita orð meistarans og aðallega þau sem hún þóttist skilja. Stundum var reyndar sagt við hana að hún myndi bara það sem kæmi henni best – varla yrði hún grýtt fyrir það?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagði orð meistarans frá Nasaret koma eins og hressandi gust inn í litlu blokkaríbúðina hennar sem feykti út þungu lofti hversdagsins og rykugu. Sérstaklega fundust henni orðin um eilífa lífið vera eins og óvænt veisluboð af himnum ofan sem tæki í einni svipan lýjandi ótta hennar við dauðann sem henni hafði alltaf fundist skelfilega óréttlátur og andstyggilegur. Hún segði það bara hreint út. Þess vegna reyndi hún að varðveita orð meistarans og aðallega þau sem hún þóttist skilja. Stundum var reyndar sagt við hana að hún myndi bara það sem kæmi henni best – varla yrði hún grýtt fyrir það?