Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Og er Jesús kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þér eru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“

Þá gekk hann inn í helgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja og mælti við þá: „Ritað er:
Hús mitt á að vera bænahús
en þér hafið gert það að ræningjabæli.“
Daglega var hann að kenna í helgidóminum en æðstu prestarnir og fræðimennirnir, svo og fyrirmenn þjóðarinnar, leituðust við að ráða hann af dögum en fundu eigi hvað gera skyldi því að allt fólkið vildi ákaft hlýða á hann.

Lúkasarguðspjall 19.41-48

Hundrað orða hugleiðing

Grátur, samúð, vonbrigði, vanþóknun, reiði, launráð, hrifning; tilfinningarnar streyma fram og ná tökum á mörgum okkar. Hve sárt er að finna til með öðrum. Þekkja ekki rétta tímann, storma í ranga átt, fara tímavillt. Bænahúsið verður ræningjabæli, kirkjan verður skrímsli. Hvað er þá til ráða? Ganga til liðs við fólkið sem vill ákaft hlýða á hann. Auðvelt að segja það og hafa uppi fögur orð og fyrirheit. Veikleikinn reynist sterkari en búist var við. Þó var styrkleikinn auglýstur og dásamaður þegar færi gafst. Það var djúp og einlæg þrá sem breyttist fyrr en varði í sjónhverfingar. Þess vegna græt ég.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Og er Jesús kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þér eru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“

Þá gekk hann inn í helgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja og mælti við þá: „Ritað er:
Hús mitt á að vera bænahús
en þér hafið gert það að ræningjabæli.“
Daglega var hann að kenna í helgidóminum en æðstu prestarnir og fræðimennirnir, svo og fyrirmenn þjóðarinnar, leituðust við að ráða hann af dögum en fundu eigi hvað gera skyldi því að allt fólkið vildi ákaft hlýða á hann.

Lúkasarguðspjall 19.41-48

Hundrað orða hugleiðing

Grátur, samúð, vonbrigði, vanþóknun, reiði, launráð, hrifning; tilfinningarnar streyma fram og ná tökum á mörgum okkar. Hve sárt er að finna til með öðrum. Þekkja ekki rétta tímann, storma í ranga átt, fara tímavillt. Bænahúsið verður ræningjabæli, kirkjan verður skrímsli. Hvað er þá til ráða? Ganga til liðs við fólkið sem vill ákaft hlýða á hann. Auðvelt að segja það og hafa uppi fögur orð og fyrirheit. Veikleikinn reynist sterkari en búist var við. Þó var styrkleikinn auglýstur og dásamaður þegar færi gafst. Það var djúp og einlæg þrá sem breyttist fyrr en varði í sjónhverfingar. Þess vegna græt ég.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir