Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Meistarinn frá Nasaret var óþreytandi. Aldrei sumarfrí. Kjarasamningur okkar við hann er hagstæður – hann færir okkur allt. Konurnar sem fylgdu meistaranum frá Nasaret lögðu fram fjármuni sem studdu við boðun fagnaðarerindisins. Allir geta lagt fram sitt og eru verðmætir í augum meistarans og hann sýnir okkur það við misjafnar undirtektir. Allir eru dýrmætir eins og þeir eru. Fagnaðarerindið er kærleikur til annarra – svo boðar kirkjan alla daga en ekki sjálfsvorkunn, yfirlæti né snobb. Safnaðarfólk leggur fram sitt sóknargjald og þjóðkirkjan á mikla fjármuni og ekki má bruðla með þá eins og enginn sé morgundagurinn. Allt verður að stemma við kærleikann.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Meistarinn frá Nasaret var óþreytandi. Aldrei sumarfrí. Kjarasamningur okkar við hann er hagstæður – hann færir okkur allt. Konurnar sem fylgdu meistaranum frá Nasaret lögðu fram fjármuni sem studdu við boðun fagnaðarerindisins. Allir geta lagt fram sitt og eru verðmætir í augum meistarans og hann sýnir okkur það við misjafnar undirtektir. Allir eru dýrmætir eins og þeir eru. Fagnaðarerindið er kærleikur til annarra – svo boðar kirkjan alla daga en ekki sjálfsvorkunn, yfirlæti né snobb. Safnaðarfólk leggur fram sitt sóknargjald og þjóðkirkjan á mikla fjármuni og ekki má bruðla með þá eins og enginn sé morgundagurinn. Allt verður að stemma við kærleikann.