Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Dæmisagan átti við þá sem felldu dóminn: Hann hlýtur að tortíma ofbeldismönnunum og aðrir fá víngarðinn góða til umráða. En þeir áttuðu sig ekki á því að þeir dæmdu sjálfa sig. Voru vissir um eigið ágæti og blindir á allt umhverfi sitt. Datt ekki í hug að frelsarinn væri að tala um þá, trúarleiðtogana í borginni helgu, sem eltu hann á röndum og reyndu að veiða í gildru. Hann var steinninn sem skipti máli. Undirstaða fyrir nýja lífsýn, trú og heim. Til dauða og líf. Kærleika og upprisu. Guð er að störfum í honum – og hann undursamlegur í augum okkar.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Dæmisagan átti við þá sem felldu dóminn: Hann hlýtur að tortíma ofbeldismönnunum og aðrir fá víngarðinn góða til umráða. En þeir áttuðu sig ekki á því að þeir dæmdu sjálfa sig. Voru vissir um eigið ágæti og blindir á allt umhverfi sitt. Datt ekki í hug að frelsarinn væri að tala um þá, trúarleiðtogana í borginni helgu, sem eltu hann á röndum og reyndu að veiða í gildru. Hann var steinninn sem skipti máli. Undirstaða fyrir nýja lífsýn, trú og heim. Til dauða og líf. Kærleika og upprisu. Guð er að störfum í honum – og hann undursamlegur í augum okkar.