Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það skiptast á skin og skúrir. Lífið stikar áfram hvernig sem við högum okkur. Þungur hugur og bjartur togast oft á og spurt er um tilgang jarðlífsins en svörin býsna loðin og fálmkennd. Svarið er þitt. Stundum reynum við að máta meistarann frá Nasaret við nútímann. Hann gekk um, „gerði gott“– eins og sagt var – jú, margur reynir að feta í fótspor hans. Hann átti vini og vinkonur. Naut félagsskapar. Gladdist. Var svikinn, margir kannast við það. Ofsóttur, smánaður, lagður í einelti. Tekinn af lífi. En síðan kom sólarupprás. Steini velt frá sögunni og skært ljós eilífðar skín. Upprisa þín.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það skiptast á skin og skúrir. Lífið stikar áfram hvernig sem við högum okkur. Þungur hugur og bjartur togast oft á og spurt er um tilgang jarðlífsins en svörin býsna loðin og fálmkennd. Svarið er þitt. Stundum reynum við að máta meistarann frá Nasaret við nútímann. Hann gekk um, „gerði gott“– eins og sagt var – jú, margur reynir að feta í fótspor hans. Hann átti vini og vinkonur. Naut félagsskapar. Gladdist. Var svikinn, margir kannast við það. Ofsóttur, smánaður, lagður í einelti. Tekinn af lífi. En síðan kom sólarupprás. Steini velt frá sögunni og skært ljós eilífðar skín. Upprisa þín.