Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Um leið og hún kom út úr líkamsræktarstöðinni sneri ungur maður sér að henni og spurði hvort hún vildi svara spurningu dagsins. Hún horfði á drengslegt andlit blaðamannsins sem sagði fljótmæltur að spurningin væri hvort hún tryði á upprisu frá dauðum. Svarið þyrfti bara að vera stutt. Hún brosti og sagði hann ekki spyrja um lítið. Það væri sagt við fólk að upprisa frá dauðum biði þeirra sem tryðu. Hún væri alveg til í upprisuna því að það myndi styrkja tilgang lífsins. Hún væri jákvæð manneskja og páskaliljur væru líka fallegar. Ungi blaðamaðurinn spurði hvort þetta væri já eða nei.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Um leið og hún kom út úr líkamsræktarstöðinni sneri ungur maður sér að henni og spurði hvort hún vildi svara spurningu dagsins. Hún horfði á drengslegt andlit blaðamannsins sem sagði fljótmæltur að spurningin væri hvort hún tryði á upprisu frá dauðum. Svarið þyrfti bara að vera stutt. Hún brosti og sagði hann ekki spyrja um lítið. Það væri sagt við fólk að upprisa frá dauðum biði þeirra sem tryðu. Hún væri alveg til í upprisuna því að það myndi styrkja tilgang lífsins. Hún væri jákvæð manneskja og páskaliljur væru líka fallegar. Ungi blaðamaðurinn spurði hvort þetta væri já eða nei.