Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sagði Pétur: „Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum þér.“
Jesús sagði við þá: „Sannlega segi ég yður að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn vegna Guðs ríkis án þess að hann fái margfalt aftur á þessum tíma og í hinum komandi heimi eilíft líf.“

Lúkasarguðspjall 18.28-30

Hundrað orða hugleiðing

Svo var það þessi sem talaði alltaf í hálfkæringi um allt. Fólk brosti í kampinn vegna þess að eigin sögn var hann fráleitt guðs besta barn. Í messukaffinu sagðist hann hafa svo sem yfirgefið fátt en fylgt meistaranum með semingi. Hann ætti sennilega ekki von á miklu í staðinn. Hefði alltaf séð um sig sjálfur, svona að mestu leyti. Það væri þó sennilega rétt að þetta hefði gert honum gott hérna megin lífs. Fólkið hans segði að minnsta kosti að hann væri þægilegri í umgengni en áður. Nú, svo væri það búhnykkur að fá sneið af eilífðinni í komandi heimi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sagði Pétur: „Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum þér.“
Jesús sagði við þá: „Sannlega segi ég yður að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn vegna Guðs ríkis án þess að hann fái margfalt aftur á þessum tíma og í hinum komandi heimi eilíft líf.“

Lúkasarguðspjall 18.28-30

Hundrað orða hugleiðing

Svo var það þessi sem talaði alltaf í hálfkæringi um allt. Fólk brosti í kampinn vegna þess að eigin sögn var hann fráleitt guðs besta barn. Í messukaffinu sagðist hann hafa svo sem yfirgefið fátt en fylgt meistaranum með semingi. Hann ætti sennilega ekki von á miklu í staðinn. Hefði alltaf séð um sig sjálfur, svona að mestu leyti. Það væri þó sennilega rétt að þetta hefði gert honum gott hérna megin lífs. Fólkið hans segði að minnsta kosti að hann væri þægilegri í umgengni en áður. Nú, svo væri það búhnykkur að fá sneið af eilífðinni í komandi heimi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir