Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“
Fólkið svaraði honum: „Við erum niðjar Abrahams og höfum aldrei verið nokkurs manns þrælar. Hvernig getur þú þá sagt: Þið munuð verða frjálsir?“
Jesús svaraði þeim: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hver sem drýgir synd er þræll syndarinnar. En þrællinn dvelst ekki um aldur á heimilinu, sonurinn dvelst þar um aldur og ævi. Ef sonurinn frelsar yður munuð þér sannarlega verða frjálsir.

Jóhhannesarguðspjall 8.31-36

Hundrað orða hugleiðing

Loksins vinn ég, hugsaði hann. Þau á auglýsingastofunni skjóta saman í eðalrauðvínsflösku handa sigurvegaranum. Það var alltaf gert. Hann var búinn að vera á stofunni í tvö ár. Hafði aldrei komist á blað. Alltaf hræddur um að hann  yrði látinn fjúka. Væri ekki nógur góður. Eða smeykur við launalækkun. Hvernig færi með allar afborganirnar? Slagorðið fyrir nýja hátæknisímann: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“ Þau sem völdu slagorð vikunnar voru efins. Þetta væri of kunnuglegt. Vildu bara að hann vissi sannleikann. Hann gekk út. Frjáls maður. Skildi slagorðið sitt sem hann hafði lært í fermingarfræðslunni og talaði nú beint til hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“
Fólkið svaraði honum: „Við erum niðjar Abrahams og höfum aldrei verið nokkurs manns þrælar. Hvernig getur þú þá sagt: Þið munuð verða frjálsir?“
Jesús svaraði þeim: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hver sem drýgir synd er þræll syndarinnar. En þrællinn dvelst ekki um aldur á heimilinu, sonurinn dvelst þar um aldur og ævi. Ef sonurinn frelsar yður munuð þér sannarlega verða frjálsir.

Jóhhannesarguðspjall 8.31-36

Hundrað orða hugleiðing

Loksins vinn ég, hugsaði hann. Þau á auglýsingastofunni skjóta saman í eðalrauðvínsflösku handa sigurvegaranum. Það var alltaf gert. Hann var búinn að vera á stofunni í tvö ár. Hafði aldrei komist á blað. Alltaf hræddur um að hann  yrði látinn fjúka. Væri ekki nógur góður. Eða smeykur við launalækkun. Hvernig færi með allar afborganirnar? Slagorðið fyrir nýja hátæknisímann: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“ Þau sem völdu slagorð vikunnar voru efins. Þetta væri of kunnuglegt. Vildu bara að hann vissi sannleikann. Hann gekk út. Frjáls maður. Skildi slagorðið sitt sem hann hafði lært í fermingarfræðslunni og talaði nú beint til hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir