Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Þau læstu húsinu eins og ég. Þú segist ekki trúa nema fingur þínir renni um síðusár hans og naglaförin. Þú ert manneskja sem lætur ekki segja þér hvað sem er. Vilt mæla og vega allt – líka það sem er ofvaxið skilningi þínum. Svo segir hann við þig: „Komdu hingað, sjáðu, þreifaðu, leggðu hönd í síðu mína. Vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður.“ Ég sem hélt að hann væri farinn. Stendur heima, hann hér. Þetta er hann. Samþykkt og séð. Tómas og ég vissir; efinn á brott. Já, og hin, þau trúarskynsömu: „Sæl eru þau sem hafa ekki séð og trúa þó.“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Þau læstu húsinu eins og ég. Þú segist ekki trúa nema fingur þínir renni um síðusár hans og naglaförin. Þú ert manneskja sem lætur ekki segja þér hvað sem er. Vilt mæla og vega allt – líka það sem er ofvaxið skilningi þínum. Svo segir hann við þig: „Komdu hingað, sjáðu, þreifaðu, leggðu hönd í síðu mína. Vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður.“ Ég sem hélt að hann væri farinn. Stendur heima, hann hér. Þetta er hann. Samþykkt og séð. Tómas og ég vissir; efinn á brott. Já, og hin, þau trúarskynsömu: „Sæl eru þau sem hafa ekki séð og trúa þó.“