Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur. Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.

Matteusarguðspjall 23. 1-12

Hundrað orða hugleiðing

Gleðin ljómaði úr augum ungu skáldkonunnar um leið og hún sagði að þessi texti væri hressileg skóflustunga í jarðveg  vanans og öllum holl áminning. Það væri bara einn meistari og einn leiðtogi. Það vildi gleymast. Hömlulaus sjálfsupphafning væri sálarþversögn í þjónustu allra sem vildu greiða götu meistarans frá Nasaret af einlægni. Mennirnir vildu gjarnan vera í heitum geisla kastljóssins á sviði hversdagsleikans og margir teldu alltaf fremstu sætin vera frátekin fyrir þá sem héldu stundum að þeir væru merkilegri en annað fólk. Meistarinn mælti með kærleika og hógværð en ekki neinum rembingi eða kenningaklöfum. Þjónusta við aðra væri kjarni fagnaðarerindisins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur. Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.

Matteusarguðspjall 23. 1-12

Hundrað orða hugleiðing

Gleðin ljómaði úr augum ungu skáldkonunnar um leið og hún sagði að þessi texti væri hressileg skóflustunga í jarðveg  vanans og öllum holl áminning. Það væri bara einn meistari og einn leiðtogi. Það vildi gleymast. Hömlulaus sjálfsupphafning væri sálarþversögn í þjónustu allra sem vildu greiða götu meistarans frá Nasaret af einlægni. Mennirnir vildu gjarnan vera í heitum geisla kastljóssins á sviði hversdagsleikans og margir teldu alltaf fremstu sætin vera frátekin fyrir þá sem héldu stundum að þeir væru merkilegri en annað fólk. Meistarinn mælti með kærleika og hógværð en ekki neinum rembingi eða kenningaklöfum. Þjónusta við aðra væri kjarni fagnaðarerindisins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir