Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Blaðamaðurinn sagðist viss um að meistarinn frá Nasaret væri heimildamaðurinn um þetta samtal við djöfulinn í eyðimörkinni. Frásögnin af þessum samskiptum væri mergjuð forsíðufrétt. Djöfullinn alltaf samur við sig, ísmeygilegur og freistandi. Allt væri í boði. Steinar yrðu að brauði með guðlegum hætti og auðvæfi heimsins á silfurfati. Lystisnekkjur og einkaþotur, vín og víf. Þetta sem margir vilja eignast og tilbiðja. Í augum meistarans frá Nasaret var þetta allt hjóm. Enda hrökklaðist djöfsi niðurlútur undan honum. Englaþyrping umvafði hann. Blaðamaðurinn sagðist hafa fundið návist engils þegar hann stóðst stundum freistingar heimsins. Kjörorðið: „Vík brott, Satan!“ var skjöldur hans og meistarans.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Blaðamaðurinn sagðist viss um að meistarinn frá Nasaret væri heimildamaðurinn um þetta samtal við djöfulinn í eyðimörkinni. Frásögnin af þessum samskiptum væri mergjuð forsíðufrétt. Djöfullinn alltaf samur við sig, ísmeygilegur og freistandi. Allt væri í boði. Steinar yrðu að brauði með guðlegum hætti og auðvæfi heimsins á silfurfati. Lystisnekkjur og einkaþotur, vín og víf. Þetta sem margir vilja eignast og tilbiðja. Í augum meistarans frá Nasaret var þetta allt hjóm. Enda hrökklaðist djöfsi niðurlútur undan honum. Englaþyrping umvafði hann. Blaðamaðurinn sagðist hafa fundið návist engils þegar hann stóðst stundum freistingar heimsins. Kjörorðið: „Vík brott, Satan!“ var skjöldur hans og meistarans.