Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þeir sáu að meistarinn þeirra sat á skrafi við verkakonuna. Fylltust snákslegri ólund en sögðu ekkert. Sjálfir vildu þeir gjarnan vera í hennar sporum og ræða við meistarann einslega. Síðan hraðaði hún sér inn í borgina og sagði öllum sem urðu á vegi hennar að meistarinn frá Nasaræt væri skaparinn í manns ásjónu. Meistarinn talaði við fólkið sem þyrptist að honum og tók trú. Samverska konan lét sér fátt um finnast þegar hnakkakerrtir karlarnir sögðu að það væri ekki hennar vegna að þeir tryðu heldur vegna þess að þeir hefðu sjálfir heyrt í honum. „Blessaðir mennirnir,“ sagði hún ástmjúkri röddu.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þeir sáu að meistarinn þeirra sat á skrafi við verkakonuna. Fylltust snákslegri ólund en sögðu ekkert. Sjálfir vildu þeir gjarnan vera í hennar sporum og ræða við meistarann einslega. Síðan hraðaði hún sér inn í borgina og sagði öllum sem urðu á vegi hennar að meistarinn frá Nasaræt væri skaparinn í manns ásjónu. Meistarinn talaði við fólkið sem þyrptist að honum og tók trú. Samverska konan lét sér fátt um finnast þegar hnakkakerrtir karlarnir sögðu að það væri ekki hennar vegna að þeir tryðu heldur vegna þess að þeir hefðu sjálfir heyrt í honum. „Blessaðir mennirnir,“ sagði hún ástmjúkri röddu.