Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú gekk Jesús niður af fjallinu og fylgdi honum mikill mannfjöldi. Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: „Drottinn, ef þú vilt getur þú hreinsað mig.“
Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: „Ég vil, verð þú hreinn!“ Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni. Jesús sagði við hann: „Gæt þess að segja þetta engum en far þú, sýn þig prestinum og færðu þá fórn sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.“
Þegar Jesús kom til Kapernaúm gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann: „Drottinn, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn.“
Jesús sagði: „Ég kem og lækna hann.“
Þá sagði hundraðshöfðinginn: „Drottinn, ég er ekki verður þess að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum og ég segi við einn: Far þú, og hann fer, og við annan: Kom þú, og hann kemur, og við þjón minn: Ger þetta, og hann gerir það.“
Þegar Jesús heyrði þetta undraðist hann og mælti við þau sem fylgdu honum: „Sannlega segi ég ykkur, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael. En ég segi ykkur: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki en börn ríkisins munu út rekin í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.“ Þá sagði Jesús við hundraðshöfðingjann: „Far þú, verði þér sem þú trúir.“
Og sveinninn varð heill á þeirri stundu.

Matteusarguðspjall 8.1-13

Hundrað orða hugleiðing

Í hringiðu hversdagsins leitar þú til trúarinnar í vanda þínum. Segir einfaldlega við Guð þinn vegna þess að þú átt ekki neitt inni hjá honum: „Ef þú vilt…“ það er trúarjátning þín. Skyndilega finnur þú að ilm himnaríkis ber fyrir vit þín og skapandi kærleikshönd snertir þig og gefur þér lífið á ný. Við hlið þína stendur útlendur maður og fer líka með trúarjátningu: „Mæl þú aðeins eitt orð…“ og sama hönd fer um son hans og gefur honum lífið á ný. Og um allt óma orðin: „Verði þér sem þú trúir.“ Þú skráir þau í huga þinn: Faðmur Guðs.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú gekk Jesús niður af fjallinu og fylgdi honum mikill mannfjöldi. Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: „Drottinn, ef þú vilt getur þú hreinsað mig.“
Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: „Ég vil, verð þú hreinn!“ Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni. Jesús sagði við hann: „Gæt þess að segja þetta engum en far þú, sýn þig prestinum og færðu þá fórn sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.“
Þegar Jesús kom til Kapernaúm gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann: „Drottinn, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn.“
Jesús sagði: „Ég kem og lækna hann.“
Þá sagði hundraðshöfðinginn: „Drottinn, ég er ekki verður þess að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum og ég segi við einn: Far þú, og hann fer, og við annan: Kom þú, og hann kemur, og við þjón minn: Ger þetta, og hann gerir það.“
Þegar Jesús heyrði þetta undraðist hann og mælti við þau sem fylgdu honum: „Sannlega segi ég ykkur, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael. En ég segi ykkur: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki en börn ríkisins munu út rekin í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.“ Þá sagði Jesús við hundraðshöfðingjann: „Far þú, verði þér sem þú trúir.“
Og sveinninn varð heill á þeirri stundu.

Matteusarguðspjall 8.1-13

Hundrað orða hugleiðing

Í hringiðu hversdagsins leitar þú til trúarinnar í vanda þínum. Segir einfaldlega við Guð þinn vegna þess að þú átt ekki neitt inni hjá honum: „Ef þú vilt…“ það er trúarjátning þín. Skyndilega finnur þú að ilm himnaríkis ber fyrir vit þín og skapandi kærleikshönd snertir þig og gefur þér lífið á ný. Við hlið þína stendur útlendur maður og fer líka með trúarjátningu: „Mæl þú aðeins eitt orð…“ og sama hönd fer um son hans og gefur honum lífið á ný. Og um allt óma orðin: „Verði þér sem þú trúir.“ Þú skráir þau í huga þinn: Faðmur Guðs.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir