Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Guð er tólf ára gamall drengur eftir tímatali manna þar sem hann situr og ræðir við spaka lærifeðurna. Þeir hafa náttúrlega ekki haft roð við honum og því verið furðu lostnir. Eflaust teflt fram öllum sínum heimatilbúnu kenningum, játningum og starfsreglum sem hafa fallið eins og hver önnur spilaborg. Skák og mát. Nei, þetta var ekki neitt flaumósa sjónvarpsviðtal heldur tók samtalið augljóslega nokkra daga. Drengurinn var sjálfs síns herra því að almættið var að bruma í honum eins og lauf að vori. Mannkyninu er boðið að hugsa sinn gang og fara að ráðum drengsins um að elska náungann. Núna.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Guð er tólf ára gamall drengur eftir tímatali manna þar sem hann situr og ræðir við spaka lærifeðurna. Þeir hafa náttúrlega ekki haft roð við honum og því verið furðu lostnir. Eflaust teflt fram öllum sínum heimatilbúnu kenningum, játningum og starfsreglum sem hafa fallið eins og hver önnur spilaborg. Skák og mát. Nei, þetta var ekki neitt flaumósa sjónvarpsviðtal heldur tók samtalið augljóslega nokkra daga. Drengurinn var sjálfs síns herra því að almættið var að bruma í honum eins og lauf að vori. Mannkyninu er boðið að hugsa sinn gang og fara að ráðum drengsins um að elska náungann. Núna.