Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Foreldrar Jesú ferðuðust ár hvert til Jerúsalem á páskahátíðinni. Þegar hann var tólf ára fóru þau upp þangað eins og þau voru vön og tóku Jesú með sér. Þau voru þar út hátíðisdagana. En þegar þau sneru heimleiðis varð sveinninn Jesús eftir í Jerúsalem og vissu foreldrar hans það eigi. Þau hugðu að hann væri með samferðafólkinu og fóru eina dagleið og leituðu hans meðal frænda og kunningja. En þau fundu hann ekki og sneru þá aftur til Jerúsalem og leituðu hans.
Eftir þrjá daga fundu þau hann í helgidóminum. Þar sat hann mitt á meðal lærifeðranna, hlýddi á þá og spurði þá. En alla, sem heyrðu til hans, furðaði stórum á skilningi hans og andsvörum. Og er þau sáu hann þar brá þeim mjög og móðir hans sagði við hann: „Barn, hví gerðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín harmþrungin.“
Og hann sagði við þau: „Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki að mér ber að vera í húsi föður míns?“ En þau skildu ekki það er hann talaði við þau.
Og Jesús fór heim með þeim og kom til Nasaret og var þeim hlýðinn. En móðir hans geymdi allt þetta í hjarta sér. Og Jesús þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.

Lúkasarguðspjall 2.41-52

Hundrað orða hugleiðing

Guð er tólf ára gamall drengur eftir tímatali manna þar sem hann situr og ræðir við spaka lærifeðurna. Þeir hafa náttúrlega ekki haft roð við honum og því verið furðu lostnir. Eflaust teflt fram öllum sínum heimatilbúnu kenningum, játningum og starfsreglum sem hafa fallið eins og hver önnur spilaborg. Skák og mát. Nei, þetta var ekki neitt flaumósa sjónvarpsviðtal heldur tók samtalið augljóslega nokkra daga. Drengurinn var sjálfs síns herra því að almættið var að bruma í honum eins og lauf að vori. Mannkyninu er boðið að hugsa sinn gang og fara að ráðum drengsins um að elska náungann. Núna.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Foreldrar Jesú ferðuðust ár hvert til Jerúsalem á páskahátíðinni. Þegar hann var tólf ára fóru þau upp þangað eins og þau voru vön og tóku Jesú með sér. Þau voru þar út hátíðisdagana. En þegar þau sneru heimleiðis varð sveinninn Jesús eftir í Jerúsalem og vissu foreldrar hans það eigi. Þau hugðu að hann væri með samferðafólkinu og fóru eina dagleið og leituðu hans meðal frænda og kunningja. En þau fundu hann ekki og sneru þá aftur til Jerúsalem og leituðu hans.
Eftir þrjá daga fundu þau hann í helgidóminum. Þar sat hann mitt á meðal lærifeðranna, hlýddi á þá og spurði þá. En alla, sem heyrðu til hans, furðaði stórum á skilningi hans og andsvörum. Og er þau sáu hann þar brá þeim mjög og móðir hans sagði við hann: „Barn, hví gerðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín harmþrungin.“
Og hann sagði við þau: „Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki að mér ber að vera í húsi föður míns?“ En þau skildu ekki það er hann talaði við þau.
Og Jesús fór heim með þeim og kom til Nasaret og var þeim hlýðinn. En móðir hans geymdi allt þetta í hjarta sér. Og Jesús þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.

Lúkasarguðspjall 2.41-52

Hundrað orða hugleiðing

Guð er tólf ára gamall drengur eftir tímatali manna þar sem hann situr og ræðir við spaka lærifeðurna. Þeir hafa náttúrlega ekki haft roð við honum og því verið furðu lostnir. Eflaust teflt fram öllum sínum heimatilbúnu kenningum, játningum og starfsreglum sem hafa fallið eins og hver önnur spilaborg. Skák og mát. Nei, þetta var ekki neitt flaumósa sjónvarpsviðtal heldur tók samtalið augljóslega nokkra daga. Drengurinn var sjálfs síns herra því að almættið var að bruma í honum eins og lauf að vori. Mannkyninu er boðið að hugsa sinn gang og fara að ráðum drengsins um að elska náungann. Núna.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir