Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þetta er dagurinn þegar látinna er minnst. Minningar streyma sem ljós til okkar og við þökkum fyrir þær. Vegferð okkar í heiminum er lýst heilráðum þeirra sem fóru á undan okkur. Þau veita öryggi í lævísu myrkri heimsins sem fyllir okkur ótta og þau gleðja hugann með kærleika sínum. Trú okkar segir að ljós heimsins, meistarinn frá Nasaret, umfaðmi þau framliðnu. Þess vegna reynum við í trausti til meistarans að bera ljós til annarra og vísa veg en mestu máli skiptir að við göngum í ljósi hans. Hann er upprisinn og boðar okkur skært ljós eilífðarinnar. Það er fagnaðarerindi trúarinnar.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þetta er dagurinn þegar látinna er minnst. Minningar streyma sem ljós til okkar og við þökkum fyrir þær. Vegferð okkar í heiminum er lýst heilráðum þeirra sem fóru á undan okkur. Þau veita öryggi í lævísu myrkri heimsins sem fyllir okkur ótta og þau gleðja hugann með kærleika sínum. Trú okkar segir að ljós heimsins, meistarinn frá Nasaret, umfaðmi þau framliðnu. Þess vegna reynum við í trausti til meistarans að bera ljós til annarra og vísa veg en mestu máli skiptir að við göngum í ljósi hans. Hann er upprisinn og boðar okkur skært ljós eilífðarinnar. Það er fagnaðarerindi trúarinnar.