Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Er meistarinn frá Nasaret í vörn? Menn trúa honum ekki og sagt er að hann hafi illan anda. Hann segir þá smána sig og rökræðir við þá. Og andstæðingar hans ýfast þegar hann segir þeim að þau sem varðveiti orð hans muni aldrei að eilífu deyja. Er hann að hefja sig upp yfir hina fornu trúarkappa? Hver þykist hann eiginlega vera? Meistarinn segir þeim umbúðalaust að hann sé nær Guði en þeir, hann sé sonur hans – og faðirinn, Guð, vegsami hann. Orð hans eru undur ekki vegna þess að þau séu hans heldur Guðs. Grjótið er síðasta vopn rökþrota manna.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Er meistarinn frá Nasaret í vörn? Menn trúa honum ekki og sagt er að hann hafi illan anda. Hann segir þá smána sig og rökræðir við þá. Og andstæðingar hans ýfast þegar hann segir þeim að þau sem varðveiti orð hans muni aldrei að eilífu deyja. Er hann að hefja sig upp yfir hina fornu trúarkappa? Hver þykist hann eiginlega vera? Meistarinn segir þeim umbúðalaust að hann sé nær Guði en þeir, hann sé sonur hans – og faðirinn, Guð, vegsami hann. Orð hans eru undur ekki vegna þess að þau séu hans heldur Guðs. Grjótið er síðasta vopn rökþrota manna.