Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Hann gafst upp. Hafði ekki lengur taugar í að standa á móti réttlætiskröfu ekkjunnar þó svo honum væri sama um Guð og skeytti ekki um nokkurn mann. Hann var jú dómari. Ekkjan sigraði með einbeittri trú sinni. Dómaranum er skotið upp til samanburðar. Fyrst hann veitti réttlætinu farveg, hvað mun þá ekki Guð gera þegar hrópað er til hans dag og nótt? Meistarinn frá Nasaret var með það á hreinu: Hann réttir hlut þeirra og það skjótt. En annað fylgdi líka með. Góður punktur, eins og sagt er. Eða kjarni málsins: Mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar hann kemur?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Hann gafst upp. Hafði ekki lengur taugar í að standa á móti réttlætiskröfu ekkjunnar þó svo honum væri sama um Guð og skeytti ekki um nokkurn mann. Hann var jú dómari. Ekkjan sigraði með einbeittri trú sinni. Dómaranum er skotið upp til samanburðar. Fyrst hann veitti réttlætinu farveg, hvað mun þá ekki Guð gera þegar hrópað er til hans dag og nótt? Meistarinn frá Nasaret var með það á hreinu: Hann réttir hlut þeirra og það skjótt. En annað fylgdi líka með. Góður punktur, eins og sagt er. Eða kjarni málsins: Mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar hann kemur?