Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Þá sagði Jesús þeim dæmisögu um það hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: „Í borg einni var dómari sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann. Í sömu borg var ekkja sem kom einlægt til hans og sagði: Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum. Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: Ekki óttast ég Guð að sönnu né skeyti um nokkurn mann. En þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar áður en hún gerir út af við mig með nauði sínu.“
Og Drottinn mælti: „Heyrið hvað rangláti dómarinn segir. Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu sem hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim? Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar hann kemur?“

Lúkasarguðspjal 18.1-8

Hundrað orða hugleiðing

Hann gafst upp. Hafði ekki lengur taugar í að standa á móti réttlætiskröfu ekkjunnar þó svo honum væri sama um Guð og skeytti ekki um nokkurn mann. Hann var jú dómari. Ekkjan sigraði með einbeittri trú sinni. Dómaranum er skotið upp til samanburðar. Fyrst hann veitti réttlætinu farveg, hvað mun þá ekki Guð gera þegar hrópað er til hans dag og nótt? Meistarinn frá Nasaret var með það á hreinu: Hann réttir hlut þeirra og það skjótt. En annað fylgdi líka með. Góður punktur, eins og sagt er. Eða kjarni málsins: Mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar hann kemur?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Þá sagði Jesús þeim dæmisögu um það hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: „Í borg einni var dómari sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann. Í sömu borg var ekkja sem kom einlægt til hans og sagði: Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum. Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: Ekki óttast ég Guð að sönnu né skeyti um nokkurn mann. En þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar áður en hún gerir út af við mig með nauði sínu.“
Og Drottinn mælti: „Heyrið hvað rangláti dómarinn segir. Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu sem hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim? Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar hann kemur?“

Lúkasarguðspjal 18.1-8

Hundrað orða hugleiðing

Hann gafst upp. Hafði ekki lengur taugar í að standa á móti réttlætiskröfu ekkjunnar þó svo honum væri sama um Guð og skeytti ekki um nokkurn mann. Hann var jú dómari. Ekkjan sigraði með einbeittri trú sinni. Dómaranum er skotið upp til samanburðar. Fyrst hann veitti réttlætinu farveg, hvað mun þá ekki Guð gera þegar hrópað er til hans dag og nótt? Meistarinn frá Nasaret var með það á hreinu: Hann réttir hlut þeirra og það skjótt. En annað fylgdi líka með. Góður punktur, eins og sagt er. Eða kjarni málsins: Mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu þegar hann kemur?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir