Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Drottinn, jafnvel illir andar hlýða okkur þegar við tölum í þínu nafni.“
En Jesús mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun gera yður mein. Gleðjist samt ekki af því að illu andarnir hlýða yður, gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum.“

Lúkasarguðspjall 10. 17-20

Hundrað orða hugleiðing

Á stöðufundinum töluðu þeir hver í kapp við annan. Ferðaþreyttir og sigurglaðir. Allt hafði tekist meira en vel. Bestu sviðsmyndirnar gengu upp.  Hvar sem þeir  nefndu nafn hans fór allt að óskum þeirra og fólkið grét af gleði þegar það endurheimti heilsu sína. Meistarinn sagði að illkaldur Satan hefði verið rekinn og nú blasti við frjáls heimur. Þeir spurðu um starfslokasamning hans. Trúnaðarmál? Gældu sjálfir aðeins við hvort þeir fengju árangurstengdar greiðslur fyrir frábær störf. Meistarinn sagði að nöfn þeirra yrðu greipt í himininn en ekki á stjörnulagt stræti í Hollývúdd. „Vá, æði,“ sögðu þeir himinlifandi. „Enda treystum við þér.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Drottinn, jafnvel illir andar hlýða okkur þegar við tölum í þínu nafni.“
En Jesús mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun gera yður mein. Gleðjist samt ekki af því að illu andarnir hlýða yður, gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum.“

Lúkasarguðspjall 10. 17-20

Hundrað orða hugleiðing

Á stöðufundinum töluðu þeir hver í kapp við annan. Ferðaþreyttir og sigurglaðir. Allt hafði tekist meira en vel. Bestu sviðsmyndirnar gengu upp.  Hvar sem þeir  nefndu nafn hans fór allt að óskum þeirra og fólkið grét af gleði þegar það endurheimti heilsu sína. Meistarinn sagði að illkaldur Satan hefði verið rekinn og nú blasti við frjáls heimur. Þeir spurðu um starfslokasamning hans. Trúnaðarmál? Gældu sjálfir aðeins við hvort þeir fengju árangurstengdar greiðslur fyrir frábær störf. Meistarinn sagði að nöfn þeirra yrðu greipt í himininn en ekki á stjörnulagt stræti í Hollývúdd. „Vá, æði,“ sögðu þeir himinlifandi. „Enda treystum við þér.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir