Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Sá sem er trúr í því smæsta er einnig trúr í miklu og sá sem er ótrúr í því smæsta er og ótrúr í miklu. Ef ekki er hægt að treysta yður fyrir hverfulum auðæfum, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði? Og ef ekki er hægt að treysta yður fyrir eigum annarra, hvernig getur Guð þá treyst yður fyrir því sem hann ætlar yður að eiga sjálf?
Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.“

Lúkasarguðspjall 16. 10-13

Hann taldi sig alltaf gera það besta í stöðunni. Samviskusamur gjaldkeri húsfélagsins sem átti ekki auðvelt með tuttugu manns á fundum og margir óhamingjusamir. Aldrei tekið krónu úr hússjóðnum í sína þágu. Sannarlega var hægt að treysta honum fyrir eigum annarra. Ástarsamband hans við Guð og mammón var dálítið flókið og hinn sanni auður alltaf utan seilingar. Furðulegt. Sjálfum fannst honum reyndar presturinn sinn ágæti þjóna þeim kumpánum dyggilega og eyða í rándýr merkjaföt meðan hann fjárfesti í hlutabréfum. Sannur auður? Tvíráður á svip sagði hann bréf postulanna vera sér jafn kær og hlutabréfin. Var það ekki bara sanngjarnt samningstilboð?

Hér kemur hugleiðingin sjálf.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Sá sem er trúr í því smæsta er einnig trúr í miklu og sá sem er ótrúr í því smæsta er og ótrúr í miklu. Ef ekki er hægt að treysta yður fyrir hverfulum auðæfum, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði? Og ef ekki er hægt að treysta yður fyrir eigum annarra, hvernig getur Guð þá treyst yður fyrir því sem hann ætlar yður að eiga sjálf?
Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.“

Lúkasarguðspjall 16. 10-13

Hann taldi sig alltaf gera það besta í stöðunni. Samviskusamur gjaldkeri húsfélagsins sem átti ekki auðvelt með tuttugu manns á fundum og margir óhamingjusamir. Aldrei tekið krónu úr hússjóðnum í sína þágu. Sannarlega var hægt að treysta honum fyrir eigum annarra. Ástarsamband hans við Guð og mammón var dálítið flókið og hinn sanni auður alltaf utan seilingar. Furðulegt. Sjálfum fannst honum reyndar presturinn sinn ágæti þjóna þeim kumpánum dyggilega og eyða í rándýr merkjaföt meðan hann fjárfesti í hlutabréfum. Sannur auður? Tvíráður á svip sagði hann bréf postulanna vera sér jafn kær og hlutabréfin. Var það ekki bara sanngjarnt samningstilboð?

Hér kemur hugleiðingin sjálf.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir