Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar sem tilbiðja skuli.“
Jesús segir við hana: „Trú þú mér, kona. Sú stund kemur að þið munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem. Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki. Við tilbiðjum það sem við þekkjum því hjálpræðið kemur frá Gyðingum. En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra tilbiðjenda. Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“
Konan segir við hann: „Ég veit að Messías kemur – það er Kristur. Þegar hann kemur mun hann kunngjöra okkur allt.“
Jesús segir við hana: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“

Jóhannesarguðspjall 4.19-26

Hundrað orða hugleiðing

Útigangsmaðurinn bankaði á bílrúðuna. Hún dró rúðuna hikandi niður. Andlitið var milt og kyrrt. Hann spurði brosandi um bílabænina á mælaborðinu. Hún sagðist oft fara með hana hér og þar. Í anda og sannleika. Ætti alltaf litla bænastund með sjálfri sér í bílnum í bílakjallaranum áður en hún færi í vinnuna. Sagðist skynja þarna nærveru skaparans þó til væru fallegri hús í bænum. Þetta væri hennar kirkja og í skúmaskotum bílastæðahússins svæfu útigangsmenn sem hefðu hvergi höfði sínu að að halla eins og meistarinn frá Nasaret á sínum tíma. Hann sagði lágróma: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar sem tilbiðja skuli.“
Jesús segir við hana: „Trú þú mér, kona. Sú stund kemur að þið munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem. Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki. Við tilbiðjum það sem við þekkjum því hjálpræðið kemur frá Gyðingum. En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra tilbiðjenda. Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“
Konan segir við hann: „Ég veit að Messías kemur – það er Kristur. Þegar hann kemur mun hann kunngjöra okkur allt.“
Jesús segir við hana: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“

Jóhannesarguðspjall 4.19-26

Hundrað orða hugleiðing

Útigangsmaðurinn bankaði á bílrúðuna. Hún dró rúðuna hikandi niður. Andlitið var milt og kyrrt. Hann spurði brosandi um bílabænina á mælaborðinu. Hún sagðist oft fara með hana hér og þar. Í anda og sannleika. Ætti alltaf litla bænastund með sjálfri sér í bílnum í bílakjallaranum áður en hún færi í vinnuna. Sagðist skynja þarna nærveru skaparans þó til væru fallegri hús í bænum. Þetta væri hennar kirkja og í skúmaskotum bílastæðahússins svæfu útigangsmenn sem hefðu hvergi höfði sínu að að halla eins og meistarinn frá Nasaret á sínum tíma. Hann sagði lágróma: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir