Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Útigangsmaðurinn bankaði á bílrúðuna. Hún dró rúðuna hikandi niður. Andlitið var milt og kyrrt. Hann spurði brosandi um bílabænina á mælaborðinu. Hún sagðist oft fara með hana hér og þar. Í anda og sannleika. Ætti alltaf litla bænastund með sjálfri sér í bílnum í bílakjallaranum áður en hún færi í vinnuna. Sagðist skynja þarna nærveru skaparans þó til væru fallegri hús í bænum. Þetta væri hennar kirkja og í skúmaskotum bílastæðahússins svæfu útigangsmenn sem hefðu hvergi höfði sínu að að halla eins og meistarinn frá Nasaret á sínum tíma. Hann sagði lágróma: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Útigangsmaðurinn bankaði á bílrúðuna. Hún dró rúðuna hikandi niður. Andlitið var milt og kyrrt. Hann spurði brosandi um bílabænina á mælaborðinu. Hún sagðist oft fara með hana hér og þar. Í anda og sannleika. Ætti alltaf litla bænastund með sjálfri sér í bílnum í bílakjallaranum áður en hún færi í vinnuna. Sagðist skynja þarna nærveru skaparans þó til væru fallegri hús í bænum. Þetta væri hennar kirkja og í skúmaskotum bílastæðahússins svæfu útigangsmenn sem hefðu hvergi höfði sínu að að halla eins og meistarinn frá Nasaret á sínum tíma. Hann sagði lágróma: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“