Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ég get ekki hugsað öðruvísi en maður, sagði hún ákveðið. Samtalsprédikun er fín og ég er alveg tilbúin í hana. En hvað? spurði presturinn. Eitthvert vandamál við guðspjallstextann? Hún horfði á hann undrunaraugum: Vandamál? Já. Mér finnst vera sagt við mig: „Vík frá mér, Satan.” Ég þoli ekki þjáningar og hef aldrei botnað í því að saklaus maður sé pyntaður og líflátinn. En upprisan? sagði einhver glaðlega í hópnum. Var hún ekki verðlaunapeningurinn fyrir þjáningarnar? Þögn. Ég vil vera kristin manneskja. Lágmælt: Get samt ekki hætt að vera ég. Presturinn: Einhver tillaga? Samtalskliður. Sálin er ekki til sölu, sagði ég fastmælt.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ég get ekki hugsað öðruvísi en maður, sagði hún ákveðið. Samtalsprédikun er fín og ég er alveg tilbúin í hana. En hvað? spurði presturinn. Eitthvert vandamál við guðspjallstextann? Hún horfði á hann undrunaraugum: Vandamál? Já. Mér finnst vera sagt við mig: „Vík frá mér, Satan.” Ég þoli ekki þjáningar og hef aldrei botnað í því að saklaus maður sé pyntaður og líflátinn. En upprisan? sagði einhver glaðlega í hópnum. Var hún ekki verðlaunapeningurinn fyrir þjáningarnar? Þögn. Ég vil vera kristin manneskja. Lágmælt: Get samt ekki hætt að vera ég. Presturinn: Einhver tillaga? Samtalskliður. Sálin er ekki til sölu, sagði ég fastmælt.