Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þær eru margar raddirnar sem vilja ná eyrum okkar. Sumar eru kærkomnar, gleðja eyrað og ylur fer um sálina. Svo eru aðrar sem við leggjum á flótta undan því að við erum hrædd um að þær kafsigli okkar eigin hugsun. En skyndilega berst til okkar ein rödd sem hefur sig upp úr margradda hversdeginum. Sú rödd er mild og kærleiksrík. Hún dregur okkur til sín og við gleðjumst að fullu þegar við heyrum hana. Núna! Það er nefnilega rödd himinsins sem við heyrum og hún verður ómsterkari á aðventunni og umvefur okkur. Rödd okkar hljóðnar, við hlustum. Ég og þú.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þær eru margar raddirnar sem vilja ná eyrum okkar. Sumar eru kærkomnar, gleðja eyrað og ylur fer um sálina. Svo eru aðrar sem við leggjum á flótta undan því að við erum hrædd um að þær kafsigli okkar eigin hugsun. En skyndilega berst til okkar ein rödd sem hefur sig upp úr margradda hversdeginum. Sú rödd er mild og kærleiksrík. Hún dregur okkur til sín og við gleðjumst að fullu þegar við heyrum hana. Núna! Það er nefnilega rödd himinsins sem við heyrum og hún verður ómsterkari á aðventunni og umvefur okkur. Rödd okkar hljóðnar, við hlustum. Ég og þú.