Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún staldraði alltaf við það þegar hann talaði um eilíft líf. Kannski var það sjálfselska vegna þess að hún gat ekki séð það fyrir sér að vera ekki til. Hugsaði oft að lífið væri óskiljanlegt ferðalag ef tjaldið væri dregið fyrir í lokin. Allt búið. Manneskjurnar horfnar inn í minningarnar. Þess vegna tók hún hann á orðinu: Eilífð og kærleiki hittu hana í hjartastað. Skildi eilífðina svo að hún væri einhvers konar óvissuferð með meistaranum í andránni og framtíðinni. Hann var fararstjórinn sem hún treysti. Fylgdi henni gegnum upprisu og heim. Svo hélt hún áfram að afgreiða pylsurnar í sólinni.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún staldraði alltaf við það þegar hann talaði um eilíft líf. Kannski var það sjálfselska vegna þess að hún gat ekki séð það fyrir sér að vera ekki til. Hugsaði oft að lífið væri óskiljanlegt ferðalag ef tjaldið væri dregið fyrir í lokin. Allt búið. Manneskjurnar horfnar inn í minningarnar. Þess vegna tók hún hann á orðinu: Eilífð og kærleiki hittu hana í hjartastað. Skildi eilífðina svo að hún væri einhvers konar óvissuferð með meistaranum í andránni og framtíðinni. Hann var fararstjórinn sem hún treysti. Fylgdi henni gegnum upprisu og heim. Svo hélt hún áfram að afgreiða pylsurnar í sólinni.