Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það er þetta „ef“ sem er dálítil afhjúpun. „Ef“ þið elskið. Á lífsgöngunni hendir okkur að missa takið á kærleikanum. Sambúðin með meistaranum frá Nasaret gengur nú ekki alltaf snurðulaust. Sjálflægni og hégómi skyggja á kærleiksorð hans. Ekki alltaf farið að orðum hans þó margt sé um það talað. Þrátt fyrir þetta „ef“ sendir almættið öfluga hjálparsveit sem er sannleiksandinn og ekkert stenst hann enda orkulind himinsins. Andinn brosir af tilhlökkun því hann ætlar að setjast að hjá okkur. Endurnýja hugbúnaðinn. Og svo kemur sjálfur guðsonurinn. Hann lifir og við munum lifa. Þetta er fagnaðarerindi trúarinnar sem okkur er gefið.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það er þetta „ef“ sem er dálítil afhjúpun. „Ef“ þið elskið. Á lífsgöngunni hendir okkur að missa takið á kærleikanum. Sambúðin með meistaranum frá Nasaret gengur nú ekki alltaf snurðulaust. Sjálflægni og hégómi skyggja á kærleiksorð hans. Ekki alltaf farið að orðum hans þó margt sé um það talað. Þrátt fyrir þetta „ef“ sendir almættið öfluga hjálparsveit sem er sannleiksandinn og ekkert stenst hann enda orkulind himinsins. Andinn brosir af tilhlökkun því hann ætlar að setjast að hjá okkur. Endurnýja hugbúnaðinn. Og svo kemur sjálfur guðsonurinn. Hann lifir og við munum lifa. Þetta er fagnaðarerindi trúarinnar sem okkur er gefið.