Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Og Jesús sagði við þá: „Ekki bera menn inn ljós og setja það undir mæliker eða bekk. Er það ekki sett á ljósastiku? Því að ekkert er hulið að það verði eigi gert opinbert né leynt að það komi ekki í ljós. Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!“
Enn sagði hann við þá: „Gætið að hvað þið heyrið. Með þeim mæli, sem þið mælið, mun ykkur mælt verða og við ykkur bætt. Því að þeim sem hefur mun gefið verða og frá þeim sem eigi hefur mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur.“

Markúsarguðspjall 4.21-25

Hundrað orða hugleiðing

Nú er ljósið borið inn í heiminn og vísar mönnum veg. Fagur er heimurinn og margt stendur til boða. Stundum dularfullur og varasamur heimur

Ljósið er komið inn í heiminn. Við lyftum því hátt upp svo það lýsi öllum.

Ljósið er meistarinn frá Nasaret og orð hans. Hann er ljós heimsins. Djúpt í sögunni hvíldu spádómar um að ljósið myndi koma í heiminn, taka í hönd hans og leiða til eilífs lífs og upprisu til lífs.

Það var aðeins hulið uns stundin kæmi að vilja þess er ljósið gefur.

Stund ljóssins er kannski núna í lífi þínu ef þú hlustar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Og Jesús sagði við þá: „Ekki bera menn inn ljós og setja það undir mæliker eða bekk. Er það ekki sett á ljósastiku? Því að ekkert er hulið að það verði eigi gert opinbert né leynt að það komi ekki í ljós. Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!“
Enn sagði hann við þá: „Gætið að hvað þið heyrið. Með þeim mæli, sem þið mælið, mun ykkur mælt verða og við ykkur bætt. Því að þeim sem hefur mun gefið verða og frá þeim sem eigi hefur mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur.“

Markúsarguðspjall 4.21-25

Hundrað orða hugleiðing

Nú er ljósið borið inn í heiminn og vísar mönnum veg. Fagur er heimurinn og margt stendur til boða. Stundum dularfullur og varasamur heimur

Ljósið er komið inn í heiminn. Við lyftum því hátt upp svo það lýsi öllum.

Ljósið er meistarinn frá Nasaret og orð hans. Hann er ljós heimsins. Djúpt í sögunni hvíldu spádómar um að ljósið myndi koma í heiminn, taka í hönd hans og leiða til eilífs lífs og upprisu til lífs.

Það var aðeins hulið uns stundin kæmi að vilja þess er ljósið gefur.

Stund ljóssins er kannski núna í lífi þínu ef þú hlustar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir