Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig. Þér skuluð einnig vitni bera því þér hafið verið með mér frá upphafi.
Þetta hef ég talað til yðar svo að þér fallið ekki frá. Þeir munu gera yður samkunduræk. Já, sú stund kemur að hver sem líflætur yður þykist veita Guði þjónustu. Þetta munu þeir gera af því þeir þekkja hvorki föðurinn né mig. Þetta hef ég talað til yðar til þess að þér minnist þess að ég sagði yður það þegar stund þeirra kemur.

Jóhannesarguðspjall 15.26-16.4

Hundrað orða hugleiðing

Meistarinn segir að vinir hans skulu bera honum vitni enda þeir með honum frá upphafi. Þeir gátu rakið hvað hann gerði og sagði. Hver viðbrögð fólks voru. Sumir féllu honum til fóta og tilbáðu, fengu trú og gengu fram í henni. Aðrir vildu grýta hann og lífláta. Margir stóðu álengdar og vissu ekki í hvorn fótinn átti að stíga. En vinir hans? Þeir gátu sýnt honum trygglyndi en hrösuðu. Þekktu hann ekki þegar mest á reyndi. Og við? Getum við borið honum vitni í orði og verki – með sannleiksandanum? Jafnvel þegar að okkur er sótt og við hædd fyrir trúna?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig. Þér skuluð einnig vitni bera því þér hafið verið með mér frá upphafi.
Þetta hef ég talað til yðar svo að þér fallið ekki frá. Þeir munu gera yður samkunduræk. Já, sú stund kemur að hver sem líflætur yður þykist veita Guði þjónustu. Þetta munu þeir gera af því þeir þekkja hvorki föðurinn né mig. Þetta hef ég talað til yðar til þess að þér minnist þess að ég sagði yður það þegar stund þeirra kemur.

Jóhannesarguðspjall 15.26-16.4

Hundrað orða hugleiðing

Meistarinn segir að vinir hans skulu bera honum vitni enda þeir með honum frá upphafi. Þeir gátu rakið hvað hann gerði og sagði. Hver viðbrögð fólks voru. Sumir féllu honum til fóta og tilbáðu, fengu trú og gengu fram í henni. Aðrir vildu grýta hann og lífláta. Margir stóðu álengdar og vissu ekki í hvorn fótinn átti að stíga. En vinir hans? Þeir gátu sýnt honum trygglyndi en hrösuðu. Þekktu hann ekki þegar mest á reyndi. Og við? Getum við borið honum vitni í orði og verki – með sannleiksandanum? Jafnvel þegar að okkur er sótt og við hædd fyrir trúna?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir