Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi að stund hans var komin og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem í heiminum voru. Hann elskaði þá uns yfir lauk.
Kvöldmáltíð stóð yfir. Djöfullinn hafði þegar blásið því í brjóst Júdasi, syni Símonar Ískaríots, að svíkja Jesú. Jesús vissi að faðirinn hafði lagt allt í hendur honum, að hann var frá Guði kominn og var að fara aftur til Guðs. Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum sem hann hafði um sig. (Hann kemur þá að Símoni Pétri sem segir við hann: „Drottinn, ætlar þú að þvo mér um fæturna?“
Jesús svaraði: „Nú skilur þú ekki hvað ég er að gera en seinna muntu skilja það.“
Pétur segir við hann: „Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína.“ Jesús svaraði: „Ef ég þvæ þér ekki áttu enga samleið með mér.“ Símon Pétur segir við hann: „Drottinn, ekki aðeins fætur mína, líka hendurnar og höfuðið.“
Jesús segir við hann: „Sá sem laugast hefur þarf ekki að þvost nema um fætur. Hann er allur hreinn. Og þið eruð hreinir, þó ekki allir.“ Hann vissi hver mundi svíkja hann og því sagði hann: „Þið eruð ekki allir hreinir.“
Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfirhöfn sína og sest aftur niður sagði hann við þá: „Skiljið þér hvað ég hef gert við yður? Þér kallið mig meistara og Drottin og þér mælið rétt því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.)
Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“

Jóhannesarguðspjall 13.1-5, (6-15), 34-35

Hundrað orða hugleiðing

Það var þetta með elskuna sem á að vera kjarninn í fólkinu hans. Meistarinn strýkur auðmjúkum höndum sínum um fætur okkar til merkis um að þeir eigi að bera okkur til þeirra sem þarfnast hjálpar. Til fólksins sem líður skort, til stríðsþjáðra í heiminum, til þeirra sem eru í klóm græðgi og mannhaturs, til þeirra sem strita fyrir okkur í störfum sem við viljum ekki gegna, til ósýnilega fólksins sem ýtir í þögn á undan sér þrifavögnum á vinnustöðum okkar… nýþvegnir fætur okkar bera okkur til þeirra allra. Þvoum við kærleiksfús fætur þeirra með fordómalausri elsku og í nafni meistarans?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi að stund hans var komin og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem í heiminum voru. Hann elskaði þá uns yfir lauk.
Kvöldmáltíð stóð yfir. Djöfullinn hafði þegar blásið því í brjóst Júdasi, syni Símonar Ískaríots, að svíkja Jesú. Jesús vissi að faðirinn hafði lagt allt í hendur honum, að hann var frá Guði kominn og var að fara aftur til Guðs. Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum sem hann hafði um sig. (Hann kemur þá að Símoni Pétri sem segir við hann: „Drottinn, ætlar þú að þvo mér um fæturna?“
Jesús svaraði: „Nú skilur þú ekki hvað ég er að gera en seinna muntu skilja það.“
Pétur segir við hann: „Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína.“ Jesús svaraði: „Ef ég þvæ þér ekki áttu enga samleið með mér.“ Símon Pétur segir við hann: „Drottinn, ekki aðeins fætur mína, líka hendurnar og höfuðið.“
Jesús segir við hann: „Sá sem laugast hefur þarf ekki að þvost nema um fætur. Hann er allur hreinn. Og þið eruð hreinir, þó ekki allir.“ Hann vissi hver mundi svíkja hann og því sagði hann: „Þið eruð ekki allir hreinir.“
Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfirhöfn sína og sest aftur niður sagði hann við þá: „Skiljið þér hvað ég hef gert við yður? Þér kallið mig meistara og Drottin og þér mælið rétt því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.)
Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“

Jóhannesarguðspjall 13.1-5, (6-15), 34-35

Hundrað orða hugleiðing

Það var þetta með elskuna sem á að vera kjarninn í fólkinu hans. Meistarinn strýkur auðmjúkum höndum sínum um fætur okkar til merkis um að þeir eigi að bera okkur til þeirra sem þarfnast hjálpar. Til fólksins sem líður skort, til stríðsþjáðra í heiminum, til þeirra sem eru í klóm græðgi og mannhaturs, til þeirra sem strita fyrir okkur í störfum sem við viljum ekki gegna, til ósýnilega fólksins sem ýtir í þögn á undan sér þrifavögnum á vinnustöðum okkar… nýþvegnir fætur okkar bera okkur til þeirra allra. Þvoum við kærleiksfús fætur þeirra með fordómalausri elsku og í nafni meistarans?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir