Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það var þetta með elskuna sem á að vera kjarninn í fólkinu hans. Meistarinn strýkur auðmjúkum höndum sínum um fætur okkar til merkis um að þeir eigi að bera okkur til þeirra sem þarfnast hjálpar. Til fólksins sem líður skort, til stríðsþjáðra í heiminum, til þeirra sem eru í klóm græðgi og mannhaturs, til þeirra sem strita fyrir okkur í störfum sem við viljum ekki gegna, til ósýnilega fólksins sem ýtir í þögn á undan sér þrifavögnum á vinnustöðum okkar… nýþvegnir fætur okkar bera okkur til þeirra allra. Þvoum við kærleiksfús fætur þeirra með fordómalausri elsku og í nafni meistarans?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það var þetta með elskuna sem á að vera kjarninn í fólkinu hans. Meistarinn strýkur auðmjúkum höndum sínum um fætur okkar til merkis um að þeir eigi að bera okkur til þeirra sem þarfnast hjálpar. Til fólksins sem líður skort, til stríðsþjáðra í heiminum, til þeirra sem eru í klóm græðgi og mannhaturs, til þeirra sem strita fyrir okkur í störfum sem við viljum ekki gegna, til ósýnilega fólksins sem ýtir í þögn á undan sér þrifavögnum á vinnustöðum okkar… nýþvegnir fætur okkar bera okkur til þeirra allra. Þvoum við kærleiksfús fætur þeirra með fordómalausri elsku og í nafni meistarans?