Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Postularnir sögðu við Drottin: „Auk oss trú!“
En Drottinn sagði: „Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum, og það mundi hlýða yður.
Hafi einhver yðar þjón, er plægir eða hirðir fénað, segir hann þá við hann þegar hann kemur inn af akri: Kom þegar og set þig til borðs? Segir hann ekki fremur við hann: Bú þú mér kvöldverð, tak þig til og þjóna mér meðan ég et og drekk, síðan getur þú etið og drukkið. Og er hann þakklátur þjóni sínum fyrir að gera það sem boðið var? Eins skuluð þér segja, þá er þér hafið gert allt sem yður var boðið: Ónýtir þjónar erum vér. Vér höfum gert það eitt sem oss bar að gera.“

Lúkasarguðspjall 17.5-10

Hundrað orða hugleiðing

Á hverjum degi hugsaði gröfumaðurinn: Bara ég hefði meiri trú. Hann skildi þau vel sem báðu um meiri trúarkraft eins og þann sem bjó í litlu fræi. En hann var hálfvolgur í trúnni. Hverju átti hann átti að trúa og hverju ekki? Gat bara ómögulega sagt amen við öllu. Kaldar efasemdir vógu salt við trúarglæðurnar. Hann botnaði ekkert í prédikunum og messusiðum. Og krossfestingin var honum oftast ráðgáta. Núna ónýtur liðsmaður á velli trúarinnar. Kannski ætti hann að taka sér tak og hjálpa öðrum betur en ekki setja sjálfan sig alltaf í forgang. Hann var núna til í það. Núna.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Postularnir sögðu við Drottin: „Auk oss trú!“
En Drottinn sagði: „Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum, og það mundi hlýða yður.
Hafi einhver yðar þjón, er plægir eða hirðir fénað, segir hann þá við hann þegar hann kemur inn af akri: Kom þegar og set þig til borðs? Segir hann ekki fremur við hann: Bú þú mér kvöldverð, tak þig til og þjóna mér meðan ég et og drekk, síðan getur þú etið og drukkið. Og er hann þakklátur þjóni sínum fyrir að gera það sem boðið var? Eins skuluð þér segja, þá er þér hafið gert allt sem yður var boðið: Ónýtir þjónar erum vér. Vér höfum gert það eitt sem oss bar að gera.“

Lúkasarguðspjall 17.5-10

Hundrað orða hugleiðing

Á hverjum degi hugsaði gröfumaðurinn: Bara ég hefði meiri trú. Hann skildi þau vel sem báðu um meiri trúarkraft eins og þann sem bjó í litlu fræi. En hann var hálfvolgur í trúnni. Hverju átti hann átti að trúa og hverju ekki? Gat bara ómögulega sagt amen við öllu. Kaldar efasemdir vógu salt við trúarglæðurnar. Hann botnaði ekkert í prédikunum og messusiðum. Og krossfestingin var honum oftast ráðgáta. Núna ónýtur liðsmaður á velli trúarinnar. Kannski ætti hann að taka sér tak og hjálpa öðrum betur en ekki setja sjálfan sig alltaf í forgang. Hann var núna til í það. Núna.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir