Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Á hverjum degi hugsaði gröfumaðurinn: Bara ég hefði meiri trú. Hann skildi þau vel sem báðu um meiri trúarkraft eins og þann sem bjó í litlu fræi. En hann var hálfvolgur í trúnni. Hverju átti hann átti að trúa og hverju ekki? Gat bara ómögulega sagt amen við öllu. Kaldar efasemdir vógu salt við trúarglæðurnar. Hann botnaði ekkert í prédikunum og messusiðum. Og krossfestingin var honum oftast ráðgáta. Núna ónýtur liðsmaður á velli trúarinnar. Kannski ætti hann að taka sér tak og hjálpa öðrum betur en ekki setja sjálfan sig alltaf í forgang. Hann var núna til í það. Núna.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Á hverjum degi hugsaði gröfumaðurinn: Bara ég hefði meiri trú. Hann skildi þau vel sem báðu um meiri trúarkraft eins og þann sem bjó í litlu fræi. En hann var hálfvolgur í trúnni. Hverju átti hann átti að trúa og hverju ekki? Gat bara ómögulega sagt amen við öllu. Kaldar efasemdir vógu salt við trúarglæðurnar. Hann botnaði ekkert í prédikunum og messusiðum. Og krossfestingin var honum oftast ráðgáta. Núna ónýtur liðsmaður á velli trúarinnar. Kannski ætti hann að taka sér tak og hjálpa öðrum betur en ekki setja sjálfan sig alltaf í forgang. Hann var núna til í það. Núna.