Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Allt sem faðirinn gefur mér mun koma til mín og þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka. Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gera vilja minn heldur vilja þess er sendi mig. En sá er vilji þess sem sendi mig að ég glati engu af öllu því sem hann hefur gefið mér heldur reisi það upp á efsta degi. Því sá er vilji föður míns að hver sem sér soninn og trúir á hann hafi eilíft líf og ég mun reisa hann upp á efsta degi.

Jóhannesarguðspjall 6. 37-40

Hundrað orða hugleiðing

Mér er sagt að kristin trú taki bæði á lífinu hérna megin grafar og svo hinum megin við þennan jarðneska heim sem sé næsta stopp. Þetta sé líka úr listasmiðju sama skaparans sem átti hugmyndina að ævintýri lífsins. Ef þú trúir þá bíður þín upprisa. Málið er bara að trúa og þá sprettur eilífðin upp. Ætli flestir séu ekki tilbúnir í eilíft líf? Þú sérð aldrei allar víddir lífsins ef elskuleg skynsemin á að ráða ferðinni. Veistu ekki að þótt skynsemin sé einstakur ferðafélagi þá er hún takmörkuð eins og við? Gefðu trúnni tækifæri og þá sérðu allar víddir lífsins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Allt sem faðirinn gefur mér mun koma til mín og þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka. Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gera vilja minn heldur vilja þess er sendi mig. En sá er vilji þess sem sendi mig að ég glati engu af öllu því sem hann hefur gefið mér heldur reisi það upp á efsta degi. Því sá er vilji föður míns að hver sem sér soninn og trúir á hann hafi eilíft líf og ég mun reisa hann upp á efsta degi.

Jóhannesarguðspjall 6. 37-40

Hundrað orða hugleiðing

Mér er sagt að kristin trú taki bæði á lífinu hérna megin grafar og svo hinum megin við þennan jarðneska heim sem sé næsta stopp. Þetta sé líka úr listasmiðju sama skaparans sem átti hugmyndina að ævintýri lífsins. Ef þú trúir þá bíður þín upprisa. Málið er bara að trúa og þá sprettur eilífðin upp. Ætli flestir séu ekki tilbúnir í eilíft líf? Þú sérð aldrei allar víddir lífsins ef elskuleg skynsemin á að ráða ferðinni. Veistu ekki að þótt skynsemin sé einstakur ferðafélagi þá er hún takmörkuð eins og við? Gefðu trúnni tækifæri og þá sérðu allar víddir lífsins.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir