Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Mér er sagt að kristin trú taki bæði á lífinu hérna megin grafar og svo hinum megin við þennan jarðneska heim sem sé næsta stopp. Þetta sé líka úr listasmiðju sama skaparans sem átti hugmyndina að ævintýri lífsins. Ef þú trúir þá bíður þín upprisa. Málið er bara að trúa og þá sprettur eilífðin upp. Ætli flestir séu ekki tilbúnir í eilíft líf? Þú sérð aldrei allar víddir lífsins ef elskuleg skynsemin á að ráða ferðinni. Veistu ekki að þótt skynsemin sé einstakur ferðafélagi þá er hún takmörkuð eins og við? Gefðu trúnni tækifæri og þá sérðu allar víddir lífsins.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Mér er sagt að kristin trú taki bæði á lífinu hérna megin grafar og svo hinum megin við þennan jarðneska heim sem sé næsta stopp. Þetta sé líka úr listasmiðju sama skaparans sem átti hugmyndina að ævintýri lífsins. Ef þú trúir þá bíður þín upprisa. Málið er bara að trúa og þá sprettur eilífðin upp. Ætli flestir séu ekki tilbúnir í eilíft líf? Þú sérð aldrei allar víddir lífsins ef elskuleg skynsemin á að ráða ferðinni. Veistu ekki að þótt skynsemin sé einstakur ferðafélagi þá er hún takmörkuð eins og við? Gefðu trúnni tækifæri og þá sérðu allar víddir lífsins.