Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þungur og djúpur ilmurinn fyllti húsið. Nægði þó ekki til að lægja súrt nöldur svikarans. Meistarinn biður konunni griða sem býr hann undir dauðann. Umvefur fætur hans með kærleika, kveðjustund. Hann yrði ekki lengi hjá þeim en hjarta hans sló í fátæku fólki sem var ekki á förum. Dregillinn ekki rauður eins og á kvikmyndahátíð heldur gulur sandur sem þyrlaðist upp þegar fólkið vildi sjá meistarann og manninn sem gefið var aftur líf. Líka mörg köld augu skimandi eftir bráð, skáskutust milli húsa í bleikri nóttinni. Morgunninn nýfæddur þegar við fögnum honum með pálmagreinum og blessunum. Núna. En síðar? Við.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þungur og djúpur ilmurinn fyllti húsið. Nægði þó ekki til að lægja súrt nöldur svikarans. Meistarinn biður konunni griða sem býr hann undir dauðann. Umvefur fætur hans með kærleika, kveðjustund. Hann yrði ekki lengi hjá þeim en hjarta hans sló í fátæku fólki sem var ekki á förum. Dregillinn ekki rauður eins og á kvikmyndahátíð heldur gulur sandur sem þyrlaðist upp þegar fólkið vildi sjá meistarann og manninn sem gefið var aftur líf. Líka mörg köld augu skimandi eftir bráð, skáskutust milli húsa í bleikri nóttinni. Morgunninn nýfæddur þegar við fögnum honum með pálmagreinum og blessunum. Núna. En síðar? Við.