Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans, og fer með þá upp á hátt fjall að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól og klæði hans urðu björt eins og ljós. Og Móse og Elía birtust þeim og voru þeir á tali við Jesú. Pétur tók til máls og sagði við Jesú: „Drottinn, gott er að við erum hér. Ef þú vilt skal ég gera hér þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.“ Meðan Pétur var enn að tala skyggði yfir þá bjart ský og rödd úr skýinu sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!“ Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta féllu þeir fram á ásjónur sínar og hræddust mjög. Jesús gekk til þeirra, snart þá og mælti: „Rísið upp og óttist ekki.“ En er þeir hófu upp augu sín sáu þeir engan nema Jesú einan. Á leiðinni ofan fjallið bauð Jesús þeim: „Segið engum frá sýninni fyrr en Mannssonurinn er risinn upp frá dauðum.“

Matteusarguðspjall 17.1-9

Hundrað orða hugleiðing

Stundum dauf lína
eða ilmdjúp
og litsterk
sem hættulegt gljúfur.
Villugjörn
skörðótt
bein og fagnandi
milli þessa lífs og annars

…faðmur heims og annars

Milli þessa og hins.
Mín og þess er kallaði heiminn til lífs.

Ásjóna hans skein sem sól – líf.

Okkur er boðið inn fyrir dyr í veröld Guðs.
Velkomin
og þú sérð engan
nema hann einan.
Það er nóg.
Heimur Guðs í þér.

Skapari heimsins ávarpar þig
er von að þér bregði í brún.
Þér sem finnst þú ekki vera neitt.

Í augum Guðs ert þú allt
fjársjóður.

Ummyndar þig með kærleika.

Þú þarft ekki að óttast.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans, og fer með þá upp á hátt fjall að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól og klæði hans urðu björt eins og ljós. Og Móse og Elía birtust þeim og voru þeir á tali við Jesú. Pétur tók til máls og sagði við Jesú: „Drottinn, gott er að við erum hér. Ef þú vilt skal ég gera hér þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.“ Meðan Pétur var enn að tala skyggði yfir þá bjart ský og rödd úr skýinu sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!“ Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta féllu þeir fram á ásjónur sínar og hræddust mjög. Jesús gekk til þeirra, snart þá og mælti: „Rísið upp og óttist ekki.“ En er þeir hófu upp augu sín sáu þeir engan nema Jesú einan. Á leiðinni ofan fjallið bauð Jesús þeim: „Segið engum frá sýninni fyrr en Mannssonurinn er risinn upp frá dauðum.“

Matteusarguðspjall 17.1-9

Hundrað orða hugleiðing

Stundum dauf lína
eða ilmdjúp
og litsterk
sem hættulegt gljúfur.
Villugjörn
skörðótt
bein og fagnandi
milli þessa lífs og annars

…faðmur heims og annars

Milli þessa og hins.
Mín og þess er kallaði heiminn til lífs.

Ásjóna hans skein sem sól – líf.

Okkur er boðið inn fyrir dyr í veröld Guðs.
Velkomin
og þú sérð engan
nema hann einan.
Það er nóg.
Heimur Guðs í þér.

Skapari heimsins ávarpar þig
er von að þér bregði í brún.
Þér sem finnst þú ekki vera neitt.

Í augum Guðs ert þú allt
fjársjóður.

Ummyndar þig með kærleika.

Þú þarft ekki að óttast.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir