Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það eru hin sem eru falsspámenn. Ég þekki sauðaklæðin og sé holdmikla gráðuga hönd þeirra. Speki þeirra er útþynnt og ráðin gagnslaus. Ég þekki þau af ávöxtum þeirra. Heyri þau smjaðra og sé þau snúast með lævísri stimamýkt kringum þau sem telja sig hafa vald. Gefa ekkert fyrir meistarann þegar á hólminn er komið. Telja upp ímynduð afrek sín í verkaréttlætingu til þess að komast á spena og í mjúkt sæti. Ég þekki þau. Mér hrýs skyndilega hugur þegar ég sé mig í hópnum þylja varajátningar. Mig með grámyglaða ávexti og verð hverft við. Þá hrópa ég: Meistari, miskunna mér!
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það eru hin sem eru falsspámenn. Ég þekki sauðaklæðin og sé holdmikla gráðuga hönd þeirra. Speki þeirra er útþynnt og ráðin gagnslaus. Ég þekki þau af ávöxtum þeirra. Heyri þau smjaðra og sé þau snúast með lævísri stimamýkt kringum þau sem telja sig hafa vald. Gefa ekkert fyrir meistarann þegar á hólminn er komið. Telja upp ímynduð afrek sín í verkaréttlætingu til þess að komast á spena og í mjúkt sæti. Ég þekki þau. Mér hrýs skyndilega hugur þegar ég sé mig í hópnum þylja varajátningar. Mig með grámyglaða ávexti og verð hverft við. Þá hrópa ég: Meistari, miskunna mér!