Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þeir voru á svipuðum aldri. Ungir fjölskyldumenn. Stundum skiptust þeir á orðum um veðrið eða bílastæðin fyrir framan blokkina. Stöku sinnum hvöttu þeir hvor annan með bros á vör að koma í ræktina eða í kirkjuna. Pakkað í ræktinni, sagði nágranninn. Eiginlega um of. En er ekki fátt í kirkjunni? Enginn kvartar sem kemur. Svo var það einn morguninn að nágranni hans spurði hvort hann mætti ekki kíkja með honum í kirkjuna. Ekkert sjálfsagðara, það væri enda uppskerutími. Sagðist viss um að hann væri móttækilegur fyrir fagnaðarerindinu. Já, væri með rétta jarðveginn í hjartanu og massaðar greinar fyrir fugla himinsins.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þeir voru á svipuðum aldri. Ungir fjölskyldumenn. Stundum skiptust þeir á orðum um veðrið eða bílastæðin fyrir framan blokkina. Stöku sinnum hvöttu þeir hvor annan með bros á vör að koma í ræktina eða í kirkjuna. Pakkað í ræktinni, sagði nágranninn. Eiginlega um of. En er ekki fátt í kirkjunni? Enginn kvartar sem kemur. Svo var það einn morguninn að nágranni hans spurði hvort hann mætti ekki kíkja með honum í kirkjuna. Ekkert sjálfsagðara, það væri enda uppskerutími. Sagðist viss um að hann væri móttækilegur fyrir fagnaðarerindinu. Já, væri með rétta jarðveginn í hjartanu og massaðar greinar fyrir fugla himinsins.