Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar Jesús var upp risinn árla hinn fyrsta dag vikunnar birtist hann fyrst Maríu Magdalenu en út af henni hafði hann rekið sjö illa anda. Hún fór og kunngjörði þetta þeim er með honum höfðu verið og hörmuðu nú og grétu.
Þá er þeir heyrðu að Jesús væri lifandi og hún hefði séð hann trúðu þeir ekki.
Eftir þetta birtist Jesús í annarri mynd tveimur þeirra þar sem þeir voru á göngu á leið út í sveit. Þeir sneru við og kunngjörðu hinum en þeir trúðu þeim ekki heldur.
Seinna birtist Jesús þeim ellefu þegar þeir sátu til borðs og ávítaði þá fyrir vantrú þeirra og þverúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim er sáu hann upp risinn.

Markúsarguðspjall 16.9-14

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði upprisu frá dauðum vera kjarnaatriði í trúnni og ástæðu þess að trúin hefði lifað af. Hann hristi höfuðið. Þóttasvipur sýndi að hann þættist nú vita betur. Nútímamaðurinn vildi auðvitað sannanir og væri því svo skemmtilega líkur þessum lærisveinum sem trúðu ekki. Upprisutalið væri undarlegt því að enginn hefði nú séð upprisna manneskju frá dauðum og þetta væri sennilega frægasti draugagangur sögunnar. Hún sagðist sjá hann sitja lúpulegan þarna um kvöldið með meistarann frá Nasaret upp risinn fyrir framan sig. Hann taldi upprisu frá dauðum auðvitað vera þjóðhagslega æskilega. En hvað ætti hann að gera þegar trúin væri fjarri?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar Jesús var upp risinn árla hinn fyrsta dag vikunnar birtist hann fyrst Maríu Magdalenu en út af henni hafði hann rekið sjö illa anda. Hún fór og kunngjörði þetta þeim er með honum höfðu verið og hörmuðu nú og grétu.
Þá er þeir heyrðu að Jesús væri lifandi og hún hefði séð hann trúðu þeir ekki.
Eftir þetta birtist Jesús í annarri mynd tveimur þeirra þar sem þeir voru á göngu á leið út í sveit. Þeir sneru við og kunngjörðu hinum en þeir trúðu þeim ekki heldur.
Seinna birtist Jesús þeim ellefu þegar þeir sátu til borðs og ávítaði þá fyrir vantrú þeirra og þverúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim er sáu hann upp risinn.

Markúsarguðspjall 16.9-14

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagði upprisu frá dauðum vera kjarnaatriði í trúnni og ástæðu þess að trúin hefði lifað af. Hann hristi höfuðið. Þóttasvipur sýndi að hann þættist nú vita betur. Nútímamaðurinn vildi auðvitað sannanir og væri því svo skemmtilega líkur þessum lærisveinum sem trúðu ekki. Upprisutalið væri undarlegt því að enginn hefði nú séð upprisna manneskju frá dauðum og þetta væri sennilega frægasti draugagangur sögunnar. Hún sagðist sjá hann sitja lúpulegan þarna um kvöldið með meistarann frá Nasaret upp risinn fyrir framan sig. Hann taldi upprisu frá dauðum auðvitað vera þjóðhagslega æskilega. En hvað ætti hann að gera þegar trúin væri fjarri?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir