Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þeim var útskúfað. Óhreinir. Samfélagið óttaðist sjúkdóm þeirra og og ýtti þeim út á jaðarinn. Svört og köld nóttin var ferðatími þeirra. Nú sáu þeir skyndilega ljós heimsins í fjarska. Meistarinn frá Nasaret. Þarna var hann og veikburða fætur báru þá hraðar áfram en venjulega. Hrópuðu eftir miskunn. Oft og hátt. Miskunnaðu okkur! Ljós heimsins umvafði þá og þeir urðu heilbrigðir. Í taumlausri gleði sinni ruku þeir í burtu og allar dyr samfélagsins opnuðust þeim. Heilbrigðir! En einn þeirra kom til meistarans og þakkaði fyrir sig. Gaf honum dýrðina. Og meistarinn sagði honum að trúin hefði bjargað honum, útlendingnum. Mér?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þeim var útskúfað. Óhreinir. Samfélagið óttaðist sjúkdóm þeirra og og ýtti þeim út á jaðarinn. Svört og köld nóttin var ferðatími þeirra. Nú sáu þeir skyndilega ljós heimsins í fjarska. Meistarinn frá Nasaret. Þarna var hann og veikburða fætur báru þá hraðar áfram en venjulega. Hrópuðu eftir miskunn. Oft og hátt. Miskunnaðu okkur! Ljós heimsins umvafði þá og þeir urðu heilbrigðir. Í taumlausri gleði sinni ruku þeir í burtu og allar dyr samfélagsins opnuðust þeim. Heilbrigðir! En einn þeirra kom til meistarans og þakkaði fyrir sig. Gaf honum dýrðina. Og meistarinn sagði honum að trúin hefði bjargað honum, útlendingnum. Mér?