Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá er Jesús hélt þaðan fóru tveir blindir menn eftir honum og kölluðu: „Miskunna þú okkur, sonur Davíðs.“
Þegar hann kom heim gengu blindu mennirnir til hans. Jesús spyr þá: „Trúið þið að ég geti gert þetta?“
Þeir sögðu: „Já, Drottinn.“
Þá snart hann augu þeirra og mælti: „Verði ykkur að trú ykkar.“ Og augu þeirra lukust upp. Jesús lagði ríkt á við þá og sagði: „Gætið þess að enginn fái að vita þetta.“
En þeir fóru og víðfrægðu hann í öllu því héraði.

Matteusarguðspjall 9. 27-31

Hundrað orða hugleiðing

Hvernig áttu þeir að geta þagað? Þeir sem höfðu gengið um í köldu myrkrinu og verið öðrum háðir um allt. Nú hafði þungt tjaldið verið dregið frá og við blasti veröldin sem þeir könnuðust aðeins við í gegnum hljóð og snertingu. Ljómandi augu þeirra þutu frá einni sýn til annarrar og allt hringsnerist í kolli þeirra. Það gekk ekki alltaf vel að tengja saman hljóð og mynd. Þeir æddu um göturnar með látum og sögðu hverjum sem var að meistarinn frá Nasaret hefði opnað heiminn fyrir þeim. Hann hefði svarað miskunnarbæn þeirra og fólkið spurði hvernig. Þeir svöruðu: „Við trúðum.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá er Jesús hélt þaðan fóru tveir blindir menn eftir honum og kölluðu: „Miskunna þú okkur, sonur Davíðs.“
Þegar hann kom heim gengu blindu mennirnir til hans. Jesús spyr þá: „Trúið þið að ég geti gert þetta?“
Þeir sögðu: „Já, Drottinn.“
Þá snart hann augu þeirra og mælti: „Verði ykkur að trú ykkar.“ Og augu þeirra lukust upp. Jesús lagði ríkt á við þá og sagði: „Gætið þess að enginn fái að vita þetta.“
En þeir fóru og víðfrægðu hann í öllu því héraði.

Matteusarguðspjall 9. 27-31

Hundrað orða hugleiðing

Hvernig áttu þeir að geta þagað? Þeir sem höfðu gengið um í köldu myrkrinu og verið öðrum háðir um allt. Nú hafði þungt tjaldið verið dregið frá og við blasti veröldin sem þeir könnuðust aðeins við í gegnum hljóð og snertingu. Ljómandi augu þeirra þutu frá einni sýn til annarrar og allt hringsnerist í kolli þeirra. Það gekk ekki alltaf vel að tengja saman hljóð og mynd. Þeir æddu um göturnar með látum og sögðu hverjum sem var að meistarinn frá Nasaret hefði opnað heiminn fyrir þeim. Hann hefði svarað miskunnarbæn þeirra og fólkið spurði hvernig. Þeir svöruðu: „Við trúðum.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir