Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann hugsaði með sér hvort þetta væri hræsni. Örugglega segði einhver það vera sjálfselsku. Hvað átti hann að gera þegar hann heyrði sagt að barnið hans ætti eftir þrjá mánuði ólifaða? Aðeins kraftaverk gæti bjargað því sagði læknirinn. Og hann sem fyrirleit trú og níddi niður kirkjuna hvenær sem tækifæri gafst. Hafði safnað undirskriftum gegn henni. Nú fór hann hikandi með bæn í huganum. Ráðvilltur og skjálfandi. Orðin sem hann hafði valið sér sem kjörorð í fermingunni mundi hann núna svo vel: „Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég gera það.“ Þetta yrði leyndarmálið hans um eilífð.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann hugsaði með sér hvort þetta væri hræsni. Örugglega segði einhver það vera sjálfselsku. Hvað átti hann að gera þegar hann heyrði sagt að barnið hans ætti eftir þrjá mánuði ólifaða? Aðeins kraftaverk gæti bjargað því sagði læknirinn. Og hann sem fyrirleit trú og níddi niður kirkjuna hvenær sem tækifæri gafst. Hafði safnað undirskriftum gegn henni. Nú fór hann hikandi með bæn í huganum. Ráðvilltur og skjálfandi. Orðin sem hann hafði valið sér sem kjörorð í fermingunni mundi hann núna svo vel: „Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég gera það.“ Þetta yrði leyndarmálið hans um eilífð.