Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Meistarinn sjálfur lýsir mér í nokkrum hnitmiðuðum orðum. Ekki í fyrsta sinn. Alltaf verið veikur fyrir góðum boðskap sem eitthvert púður er í. Já, en verið dálítið laus í hugarrásinni. Þess vegna hitti ég sjálfan mig þarna á götuhorninu við hliðina á djöfsa eftir samkomuna. Og hann bara reif allt niður sem sungið var, sagt og téð. Skildi mig svo eftir nákaldan og ég skreið upp á þurra klöppina. Greip í boðskapinn en rótin rann frá mér. Settist um morguninn við kæfandi þyrnigerðið í vinnunni. Um kvöldið plægði ég í gegnum hugann. Vonast til að bera ávöxt. Með stöðuglyndi.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Meistarinn sjálfur lýsir mér í nokkrum hnitmiðuðum orðum. Ekki í fyrsta sinn. Alltaf verið veikur fyrir góðum boðskap sem eitthvert púður er í. Já, en verið dálítið laus í hugarrásinni. Þess vegna hitti ég sjálfan mig þarna á götuhorninu við hliðina á djöfsa eftir samkomuna. Og hann bara reif allt niður sem sungið var, sagt og téð. Skildi mig svo eftir nákaldan og ég skreið upp á þurra klöppina. Greip í boðskapinn en rótin rann frá mér. Settist um morguninn við kæfandi þyrnigerðið í vinnunni. Um kvöldið plægði ég í gegnum hugann. Vonast til að bera ávöxt. Með stöðuglyndi.