Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ég sit á bekknum. Ég veit ekki hvort þú ert þar. En ég er þar. Ósættið við líðan mína er augljóst þegar litið er í spegil. Sjálfselskan skefjalaus og sálarlífið brotakennt. Í fjarska heyri ég einhver stertimenni hneykslast og fitja upp á trýnið. Sama er mér. Meistarinn stendur þarna með opinn faðminn. Tekur mig sauðinn, sér í fang. Ber mig í gegnum skýjaborgir mínar og heim. Fagnaðahróp. Englar Guðs fagna mér og brosandi fólk svífur að mér. Við sem týnumst, finnumst í öræfum mannlífsins eða í mjúkum sófum í öllum borgarhverfum. Og í gólfrykinu þegar konan Kristur sópar það vandlega.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Ég sit á bekknum. Ég veit ekki hvort þú ert þar. En ég er þar. Ósættið við líðan mína er augljóst þegar litið er í spegil. Sjálfselskan skefjalaus og sálarlífið brotakennt. Í fjarska heyri ég einhver stertimenni hneykslast og fitja upp á trýnið. Sama er mér. Meistarinn stendur þarna með opinn faðminn. Tekur mig sauðinn, sér í fang. Ber mig í gegnum skýjaborgir mínar og heim. Fagnaðahróp. Englar Guðs fagna mér og brosandi fólk svífur að mér. Við sem týnumst, finnumst í öræfum mannlífsins eða í mjúkum sófum í öllum borgarhverfum. Og í gólfrykinu þegar konan Kristur sópar það vandlega.