Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði við þá: „Minn matur er að gera vilja þess sem sendi mig og fullna verk hans. Segið þið ekki: Enn eru fjórir mánuðir, þá kemur uppskeran? En ég segi ykkur: Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru fullþroskaðir til uppskeru. Sá sem upp sker tekur þegar laun og safnar ávexti til eilífs lífs. Þá getur sá sem sáir samfagnað þeim sem upp sker. Hér sannast orðtakið: Einn sáir og annar upp sker. Ég sendi ykkur að skera upp það sem þið hafið ekki unnið við. Aðrir hafa erfiðað en þið njótið erfiðis þeirra.“

Jóhannesarguðspjall 4.34-38

Hundrað orða hugleiðing

Það var allt í háalofti á sóknarnefndarfundinum. Og hver sakaði annan um baktjaldamakk og kenndi öðrum um. Allir voru móðgaðir og töldu sig svikna. Júdas var í hverju horni. Sáttarhöndin var kreppt. Þegar leigubílstjórinn kom með snitturnar og lagði þær á borðið vildi enginn kvitta fyrir móttöku þeirra. Hann leit á sundurlyndan hópinn. Augnaráðin voru þrútin óráði. Sum súrari en gúrkan á nautasteikarbrauðinu og rauðari en sárið á því. Leigubílstjórinn spurði hvort allir væru ekki bara „góðir.“ Uppskeran væri komin í hús: „Aðrir hafa erfiðað en þið njótið erfiðis þeirra og mér var kennt að fagnaðarerindið væri samvinna.“ Brúnin lyftist.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði við þá: „Minn matur er að gera vilja þess sem sendi mig og fullna verk hans. Segið þið ekki: Enn eru fjórir mánuðir, þá kemur uppskeran? En ég segi ykkur: Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru fullþroskaðir til uppskeru. Sá sem upp sker tekur þegar laun og safnar ávexti til eilífs lífs. Þá getur sá sem sáir samfagnað þeim sem upp sker. Hér sannast orðtakið: Einn sáir og annar upp sker. Ég sendi ykkur að skera upp það sem þið hafið ekki unnið við. Aðrir hafa erfiðað en þið njótið erfiðis þeirra.“

Jóhannesarguðspjall 4.34-38

Hundrað orða hugleiðing

Það var allt í háalofti á sóknarnefndarfundinum. Og hver sakaði annan um baktjaldamakk og kenndi öðrum um. Allir voru móðgaðir og töldu sig svikna. Júdas var í hverju horni. Sáttarhöndin var kreppt. Þegar leigubílstjórinn kom með snitturnar og lagði þær á borðið vildi enginn kvitta fyrir móttöku þeirra. Hann leit á sundurlyndan hópinn. Augnaráðin voru þrútin óráði. Sum súrari en gúrkan á nautasteikarbrauðinu og rauðari en sárið á því. Leigubílstjórinn spurði hvort allir væru ekki bara „góðir.“ Uppskeran væri komin í hús: „Aðrir hafa erfiðað en þið njótið erfiðis þeirra og mér var kennt að fagnaðarerindið væri samvinna.“ Brúnin lyftist.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir