Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það var allt í háalofti á sóknarnefndarfundinum. Og hver sakaði annan um baktjaldamakk og kenndi öðrum um. Allir voru móðgaðir og töldu sig svikna. Júdas var í hverju horni. Sáttarhöndin var kreppt. Þegar leigubílstjórinn kom með snitturnar og lagði þær á borðið vildi enginn kvitta fyrir móttöku þeirra. Hann leit á sundurlyndan hópinn. Augnaráðin voru þrútin óráði. Sum súrari en gúrkan á nautasteikarbrauðinu og rauðari en sárið á því. Leigubílstjórinn spurði hvort allir væru ekki bara „góðir.“ Uppskeran væri komin í hús: „Aðrir hafa erfiðað en þið njótið erfiðis þeirra og mér var kennt að fagnaðarerindið væri samvinna.“ Brúnin lyftist.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Það var allt í háalofti á sóknarnefndarfundinum. Og hver sakaði annan um baktjaldamakk og kenndi öðrum um. Allir voru móðgaðir og töldu sig svikna. Júdas var í hverju horni. Sáttarhöndin var kreppt. Þegar leigubílstjórinn kom með snitturnar og lagði þær á borðið vildi enginn kvitta fyrir móttöku þeirra. Hann leit á sundurlyndan hópinn. Augnaráðin voru þrútin óráði. Sum súrari en gúrkan á nautasteikarbrauðinu og rauðari en sárið á því. Leigubílstjórinn spurði hvort allir væru ekki bara „góðir.“ Uppskeran væri komin í hús: „Aðrir hafa erfiðað en þið njótið erfiðis þeirra og mér var kennt að fagnaðarerindið væri samvinna.“ Brúnin lyftist.