Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann vildi ekki taka afstöðu til þess hvort það væri til bóta að vera laus við makann þegar upprisan myndi hríslast um hann þá að henni kæmi. Hefði sennilega ekkert um það að segja en vissulega yrðu það umskipti að verða engill. Það væru hins vegar góð tíðindi sem meistarinn frá Nasaret fleytti áfram um að sjálfur kjarni lífsins væri líf en ekki dauði. Já, almættið var í flokki hinna lifandi en ekki þeirra dauðu. Hann hefði alltaf haft grun um að lífið væri sterkara en dauðinn. En það hafði sannarlega aldrei hvarflað að honum að hann yrði engill. Hann!
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann vildi ekki taka afstöðu til þess hvort það væri til bóta að vera laus við makann þegar upprisan myndi hríslast um hann þá að henni kæmi. Hefði sennilega ekkert um það að segja en vissulega yrðu það umskipti að verða engill. Það væru hins vegar góð tíðindi sem meistarinn frá Nasaret fleytti áfram um að sjálfur kjarni lífsins væri líf en ekki dauði. Já, almættið var í flokki hinna lifandi en ekki þeirra dauðu. Hann hefði alltaf haft grun um að lífið væri sterkara en dauðinn. En það hafði sannarlega aldrei hvarflað að honum að hann yrði engill. Hann!