Hundrað orða hugleiðing
Náungakærleikurinn er gagnkvæmur. Enginn tekur aðeins á móti heldur verður og að rétta gjafmilda hönd út til annarra. Stundum verður kærleiksstraumurinn frá þér slitróttur og meira en það, hann stöðvast. Þér finnst ekki vera rými fyrir mörg önnur en þig á tvíbreiðri vegreininni því að þú ert að flýta þér í önnum dagsins. Þú telur þig oft hafa forgang að kærleikanum. Endastöð þeirrar vegferðar er ískyggileg að mati meistarans: glötun. En það er líka til annar vegur. Þröngur gæfuslóði, yfirlætislaus og fáfarinn, þar sem þú tekur í hönd þurfandi náunga þíns og þið haldið til móts við lífið, gagnkvæman náungakærleik.
Hundrað orða hugleiðing
Náungakærleikurinn er gagnkvæmur. Enginn tekur aðeins á móti heldur verður og að rétta gjafmilda hönd út til annarra. Stundum verður kærleiksstraumurinn frá þér slitróttur og meira en það, hann stöðvast. Þér finnst ekki vera rými fyrir mörg önnur en þig á tvíbreiðri vegreininni því að þú ert að flýta þér í önnum dagsins. Þú telur þig oft hafa forgang að kærleikanum. Endastöð þeirrar vegferðar er ískyggileg að mati meistarans: glötun. En það er líka til annar vegur. Þröngur gæfuslóði, yfirlætislaus og fáfarinn, þar sem þú tekur í hönd þurfandi náunga þíns og þið haldið til móts við lífið, gagnkvæman náungakærleik.