Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Opinn stóll“, kallaði presturinn átakið sem hann blés til en hann var þjakaður af prédikunarkulnun. Hver sem var gat stigið í prédikunarstólinn næstu sjö sunnudaga. Nú stóð ungur maður í stólnum. „Mér finnst kirkjan oft vera hrjáð og umkomulaus“, byrjaði ungi prédikarinn og presturinn lyfti héluðum brúnum. „Það fór um mig eldheitur straumur eins og kvikuinnskot, já ef ekki bara sæluhrollur um leið og mark er skorað þegar ég las að meistarinn frá Nasaret vildi fá fleiri í lið með sér til að boða fagnaðarerindið. Er meistarinn ekki fyrirliði okkar og fær kærleiksfullan sting í brjóstið ef við töpum leiknum?“
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Opinn stóll“, kallaði presturinn átakið sem hann blés til en hann var þjakaður af prédikunarkulnun. Hver sem var gat stigið í prédikunarstólinn næstu sjö sunnudaga. Nú stóð ungur maður í stólnum. „Mér finnst kirkjan oft vera hrjáð og umkomulaus“, byrjaði ungi prédikarinn og presturinn lyfti héluðum brúnum. „Það fór um mig eldheitur straumur eins og kvikuinnskot, já ef ekki bara sæluhrollur um leið og mark er skorað þegar ég las að meistarinn frá Nasaret vildi fá fleiri í lið með sér til að boða fagnaðarerindið. Er meistarinn ekki fyrirliði okkar og fær kærleiksfullan sting í brjóstið ef við töpum leiknum?“