Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann stóð þarna í morgunskímunni á ströndinni og við þekktum hann ekki. Sagði okkur hvar við ættum að að kasta netinu við bátinn. Þá kveikti einn okkar á perunni að þetta væri meistarinn sjálfur. Við hömuðust í rjúkandi uppnámi við að koma aflanum upp í bátinn. Þegar við komum á ströndina var meistarinn að grilla fisk og brauð. Ekki í fyrsta sinn sem hann vildi þjóna okkur. Hann kallaði til okkar og sagði að grillið væri tilbúið. Himinsæla fór um okkur á strönd eilífðarinnar með honum upp risnum. Við sögðum ekkert. Þögðum eins og litlir drengir. Við erum líka börn.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann stóð þarna í morgunskímunni á ströndinni og við þekktum hann ekki. Sagði okkur hvar við ættum að að kasta netinu við bátinn. Þá kveikti einn okkar á perunni að þetta væri meistarinn sjálfur. Við hömuðust í rjúkandi uppnámi við að koma aflanum upp í bátinn. Þegar við komum á ströndina var meistarinn að grilla fisk og brauð. Ekki í fyrsta sinn sem hann vildi þjóna okkur. Hann kallaði til okkar og sagði að grillið væri tilbúið. Himinsæla fór um okkur á strönd eilífðarinnar með honum upp risnum. Við sögðum ekkert. Þögðum eins og litlir drengir. Við erum líka börn.